Jarðgöng á Íslandi Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. Innlent 19.11.2024 21:21 Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Fjórtán mánuðir eru síðan Vegagerðin bauð síðast út stórt verkefni. Sérfræðingur segir vandann helst liggja í skorti á fjármagni og klúðri í tveimur stórum útboðum nýlega. Innlent 10.11.2024 14:38 Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. Erlent 8.11.2024 21:49 Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. Innlent 4.11.2024 21:31 Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Veggjöld gætu staðið undir kostnaði við Vestmannaeyjagöng. Þörf er á ítarlegri jarðfræðirannsóknum áður en hægt verður að kveða upp úr með það hvort slík göng séu fýsileg. Þetta eru helstu niðurstöður starfshóps sem skilaði skýrslu um málið til innviðaráðherra í dag. Innlent 29.10.2024 21:21 Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag klukkan 13. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 29.10.2024 12:31 Útboð á Fjarðarheiðargöngum Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Skoðun 25.9.2024 18:31 Ákall um aðgerðir! Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta. Skoðun 16.9.2024 13:01 Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. Innlent 16.9.2024 12:06 Jarðgöng í gegnum Reynisfjall á dagskrá - Tökum höndum saman! Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Skoðun 4.9.2024 23:02 Staða vegarins „grafalvarleg“ og boðar til nefndarfundar Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. Innlent 30.8.2024 08:22 Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Innlent 3.7.2024 20:55 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. Innlent 26.6.2024 23:00 Fundur um athafnaborgina Reykjavík Opinn kynningarfundur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, fer fram í dag klukkan 9 til 11 þar sem verður fjallað um Reykjavík sem athafnaborg. Fundurinn fer fram í ráðhúsinu Reykjavíkur og er í beinu streymi. Innlent 24.5.2024 08:52 Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. Innlent 2.4.2024 22:10 Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Innlent 2.4.2024 11:37 Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Innlent 1.4.2024 23:28 Þung umferð í gegnum Siglufjörð og umferðarstýring um Múlagöng Fjöldi fólks á leið suður af Norðurlandi hefur lagt leið sína fyrir Tröllaskaga, þar sem Öxnadalsheiði er lokuð. Innlent 1.4.2024 16:20 Jarðgöng sem gagnast Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Skoðun 15.3.2024 14:30 Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. Innlent 4.3.2024 22:17 Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. Innlent 20.2.2024 15:37 Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. Innlent 30.1.2024 13:41 Bein útsending: Jarðgöng – og hvað svo? Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi klukkan 9 í dag þar sem fjallað verður um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig er staðið að vöktun þeirra. Einnig verður farið yfir hvernig brugðist er við þegar eldur kviknar í bíl í jarðgöngum en slíkt atvik átti sér stað í Hvalfjarðargöngum síðla árs 2023. Innlent 18.1.2024 08:31 Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarðgöng Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi. Fréttir 10.1.2024 23:33 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. Erlent 21.12.2023 22:55 Óvissan heldur áfram um útboð næstu jarðganga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vísar því til Alþingis að ákvarða hvort bíða eigi með útboð næstu jarðganga þar til séð verður hvernig ný bortækni reynist. Hann vonast til að það skýrist fyrir vorið hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð. Innlent 1.12.2023 22:55 Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. Innlent 27.11.2023 20:10 Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. Innlent 26.11.2023 20:10 Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. Innlent 25.11.2023 09:09 Taka upp sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit í Dýrafjarðargöngum Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit verður tekið upp í Dýrafjarðargöngum á fimmtudaginn. Markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi. Innlent 21.11.2023 11:00 « ‹ 1 2 ›
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. Innlent 19.11.2024 21:21
Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Fjórtán mánuðir eru síðan Vegagerðin bauð síðast út stórt verkefni. Sérfræðingur segir vandann helst liggja í skorti á fjármagni og klúðri í tveimur stórum útboðum nýlega. Innlent 10.11.2024 14:38
Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. Erlent 8.11.2024 21:49
Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Við fjárlagagerðina stefnir ríkisstjórnin þó að því að tilgreina nokkur verkefni sem bjóða megi út. Innlent 4.11.2024 21:31
Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Veggjöld gætu staðið undir kostnaði við Vestmannaeyjagöng. Þörf er á ítarlegri jarðfræðirannsóknum áður en hægt verður að kveða upp úr með það hvort slík göng séu fýsileg. Þetta eru helstu niðurstöður starfshóps sem skilaði skýrslu um málið til innviðaráðherra í dag. Innlent 29.10.2024 21:21
Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag klukkan 13. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 29.10.2024 12:31
Útboð á Fjarðarheiðargöngum Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Skoðun 25.9.2024 18:31
Ákall um aðgerðir! Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta. Skoðun 16.9.2024 13:01
Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. Innlent 16.9.2024 12:06
Jarðgöng í gegnum Reynisfjall á dagskrá - Tökum höndum saman! Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Skoðun 4.9.2024 23:02
Staða vegarins „grafalvarleg“ og boðar til nefndarfundar Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. Innlent 30.8.2024 08:22
Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. Innlent 3.7.2024 20:55
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. Innlent 26.6.2024 23:00
Fundur um athafnaborgina Reykjavík Opinn kynningarfundur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, fer fram í dag klukkan 9 til 11 þar sem verður fjallað um Reykjavík sem athafnaborg. Fundurinn fer fram í ráðhúsinu Reykjavíkur og er í beinu streymi. Innlent 24.5.2024 08:52
Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. Innlent 2.4.2024 22:10
Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Innlent 2.4.2024 11:37
Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Innlent 1.4.2024 23:28
Þung umferð í gegnum Siglufjörð og umferðarstýring um Múlagöng Fjöldi fólks á leið suður af Norðurlandi hefur lagt leið sína fyrir Tröllaskaga, þar sem Öxnadalsheiði er lokuð. Innlent 1.4.2024 16:20
Jarðgöng sem gagnast Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Skoðun 15.3.2024 14:30
Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. Innlent 4.3.2024 22:17
Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. Innlent 20.2.2024 15:37
Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. Innlent 30.1.2024 13:41
Bein útsending: Jarðgöng – og hvað svo? Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi klukkan 9 í dag þar sem fjallað verður um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig er staðið að vöktun þeirra. Einnig verður farið yfir hvernig brugðist er við þegar eldur kviknar í bíl í jarðgöngum en slíkt atvik átti sér stað í Hvalfjarðargöngum síðla árs 2023. Innlent 18.1.2024 08:31
Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarðgöng Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi. Fréttir 10.1.2024 23:33
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. Erlent 21.12.2023 22:55
Óvissan heldur áfram um útboð næstu jarðganga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vísar því til Alþingis að ákvarða hvort bíða eigi með útboð næstu jarðganga þar til séð verður hvernig ný bortækni reynist. Hann vonast til að það skýrist fyrir vorið hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð. Innlent 1.12.2023 22:55
Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. Innlent 27.11.2023 20:10
Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. Innlent 26.11.2023 20:10
Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. Innlent 25.11.2023 09:09
Taka upp sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit í Dýrafjarðargöngum Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit verður tekið upp í Dýrafjarðargöngum á fimmtudaginn. Markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi. Innlent 21.11.2023 11:00