ADHD

Fréttamynd

Kær­leikur í kaós

Nýlega lagði ég fram þingsályktunartillögu um stóraukinn stuðning og fræðslu fyrir foreldra barna sem greinst hafa með ADHD. Markmið tillögunnar er að tryggja foreldrum þessa hóps gjaldfrjálsan aðgang að námskeiðum, hagnýtum verkfærum og leiðsögn sem eflir sjálfstraust þeirra og öryggi í uppeldinu.

Skoðun
Fréttamynd

Kæri fram­bjóðandi!

Nú þegar alþingiskosningar eru framundan, vil ég beina athygli þinni að brýnum málefnum sem snerta börn með sértækar þarfir í okkar samfélagi. Það að eiga barn með fjölþættar greiningar eins og ADHD, er áskorun sem oft er vanmetin. Því við séum öll að reyna að gera okkar besta, er raunveruleikinn er sá að þjónustan sem börn og fjölskyldur þurfa er oft ekki til staðar, þrátt fyrir farsæld barna.

Skoðun
Fréttamynd

Um ferða­þjónustu og ADHD

Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

„Það eru allir með ADHD“

Sú mýta virðist lífseig hér á landi að annar hver Íslendingur sé með ADHD og varla þurfi að líta á ADHD sem eitthvað vandamál, það eru jú allir með það. Þessi mýta hljómar saklaus en þegar betur er að gáð getur hún haft neikvæðar afleiðingar fyrir þá sem eru með ADHD. En hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

Ógreindir víkingar

Getur verið að víkingarnir sem réðu hér öllu um þar síðustu aldamót hafi verið meira og minna ofvirkir? Að þeir hafi siglt yfir úfin höf vegna þess að þeir voru mögulega búnir að brenna allar brýr að baki sér eða fengu einfaldlega þessa frábæru hugmynd og létu vaða! 

Skoðun
Fréttamynd

Notkun Ís­lendinga á ADHD-lyfjum þre­faldaðist á tíu árum

Rúmlega 22 þúsund Íslendingar voru á ADHD lyfjum samkvæmt lyfjaskrá árið 2023. Þá fengu tæplega 27 þúsund manns uppáskrifuð svefnlyf sama ár. Aukning á notkun ADHD-lyfja jókst um 314 prósent hér á landi árin 2013 til 2023 í samanburði við 326 prósent á Norðurlöndunum öllum. „“

Innlent
Fréttamynd

Má ég taka þátt … í lífinu?

Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Skoðun
Fréttamynd

ADHD: Eru greiningar og lyfja­mál í ó­lestri?

ADHD samtökin hafa ekki farið varhluta af háværri umræðu varðandi meintar ofgreiningar og ofskömmtun lyfja, sem mikið til byggist á órökstuddum fullyrðingum fagaðila og stríðsfyrirsögnum fréttamiðla. Jafnvel fullyrt að verið sé að ala upp kynslóðir amfetamínfíkla.

Skoðun
Fréttamynd

Land­læknir rann­saki um­mæli for­manns Geð­lækna­fé­lagsins

ADHD-samtökin segja að bregðist Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki við mikilli lengingu biðlista fullorðna eftir ADHD-greiningu geti biðtími fólks farið vel á annan áratug. Um fjögur þúsund einstaklingar bíði nú eftir greiningu. Einnig er óskað eftir því að landlæknir rannsaki fullyrðingar formanns Geðlæknafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

For­maður geð­lækna illa áttaður?

Í forföllum Óttars Guðmundsson mætti formaður geðlæknafélagsins, Karl Reynir Einarsson, til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar furðar Karl Reynir sig á að ég kjósi að hjóla í fólk og þannig vega að lífsviðurværi Óttars, fremur en að taka umræðuna. Spyr hvað mér gangi eiginlega til.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­læknir á grensunni – hvað gerir land­læknir?

Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fer enn og aftur stórum í umfjöllun um ADHD lyf. Núverandi stormur á upptök sín í aðsendu bréfi Óttars sem birt var í Læknablaðinu síðasta haust og Kastljós fylgdi eftir með heljarinnar drottningarviðtali.

Skoðun
Fréttamynd

ADHD ég og vinnu­markaðurinn

Fjölbreytileiki er mikið í umræðunni, og horfum við mikið á sjáanleg atriði sem hafa þarf í huga á vinnustað til að öll telji sig velkomin. En við megum ekki gleyma ósjáanlegum einkennum, hegðunarmynstrum sem eru talin „óæskileg“ eða „skrítin“ einfaldlega vegna þess að við búum í samfélagi sem er búið að festa ákveðið hegðunarmynstur sem öll eiga að fylgja möglunarlaust og hver svo sem dirfist að fara þar út fyrir þann ramma er umsvifalaust málað upp sem vandamál.

Skoðun
Fréttamynd

Um­ræða um of­greiningu á ADHD og ein­hverfu

Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu. Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr ráðu­neytið um langa bið full­orðinna eftir ADHD-greiningu

Umboðsmaður Alþingis hefur beðið heilbrigðisráðuneytið um upplýsingar um fjölda þeirra sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, hver áætlaður biðtími sé og hvort og þá hvernig hann samræmist þeim viðmiðum sem landlæknir hefur sett um bið eftir heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Telja brotið á mann­réttindum flugfólks

ADHD samtökin telja ljóst að brotið sé með margvíslegum hætti á ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi með innleiðingu skimana flugáhafna vegna notkunar geðvirkra efna á borð við lyfja við ADHD. Samtökin kalla eftir skýringum frá Samgöngustofu, Isavia, íslensku flugfélögunum og fleirum.

Innlent
Fréttamynd

ADHD og há­tíðarnar: listin að fagna njóta

Sem einhver sem hefur upplifað hæðir og lægðir yfir hátíðarnar skil ég þær einstöku áskoranir sem einstaklingar með ADHD standa frammi fyrir um jólin. Frá streitu til skipulagsleysis og fjárhagslegra áhyggjuefna getur hátíðin verið yfirþyrmandi.

Skoðun
Fréttamynd

„ADHD er ofurkraftur“

Thelma Dögg Harðardóttir samfélagsmiðlastýra og sveitastjórnarfulltrúi VG í Borgarbyggð var greind með ADHD fyrir níu árum. Eftir stutta reynslu af Concerta einsetti hún sér að lifa með greiningunni lyfjalaus og lagðist í mikla og djúpa sjálfsvinnu. Í dag talar hún um ekki um ADHD-ið ekki sem röskun. Hún kallar það ofurkraft.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki gott að við séum að greina of marga“

Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf.

Innlent
Fréttamynd

Að styðja ást­vin með ADHD: Ráð fyrir fjöl­skyldur

Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 

Skoðun
Fréttamynd

Að ráfa um völundar­hús ein­mana­leikans með ADHD

Ég ætla að fara með þig lesandi góður í örstutt ferðalag til að kanna flókið völundarhús ADHD og einmanaleika. Þetta er leið sem ég hef gengið í gegnum og ég þekki skuggana sem hún getur varpað á líf okkar. En mundu að skilningur lýsir upp veginn og með þekkingu, aðstoð og vandvirkni getum við fundið útganginn úr þessu völundarhúsi.

Skoðun
Fréttamynd

Átt þú barn með ADHD?

Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD

ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari.

Skoðun
Fréttamynd

„Næ ekki ró vegna þess að ég er lyfja­laus“

Íris Hólm Jóns­dóttir, söng-og leik­kona, segist vera reið, svekkt og pirruð. Hún gat ekki sofið í nótt þar sem heilinn er á yfir­snúningi sökum þess að lyfin sem Íris tekur gegn ADHD eru ekki til í landinu. Hún segist hugsi yfir um­mælum Óttars Guð­munds­sonar, geð­læknis, um ADHD.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2