Innlent

Engin kæra borist vegna upptakanna

Árni Sæberg skrifar
Gunnar Bergmann Jónsson er sonur Jóns Gunnarssonar.
Gunnar Bergmann Jónsson er sonur Jóns Gunnarssonar. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist nein kæra vegna leynilegra upptaka huldumanns á vegum ísraelsks njósnafyrirtækis á Edition-hótelinu. Á upptökunum sést og heyrist sonur Jóns Gunnarsson, fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu, lýsa því hvernig faðir hans muni veita leyfi til hvalveiða.

Greint var frá því í vikunni að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefði hafið og lokið athugun á málinu. Niðurstaða athugunar var sú að ekki væri tilefni til að hefja rannsókn á því.

Þá lá ekki fyrir hvort rannsókn á þeim anga málsins sem snýr að mögulegum ærumeiðingum og brotum gegn friðhelgi einkalífs væri hafin, enda eru slík brot á borði þess lögregluembætti þar sem þau eru framin.

Að sögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa engar kærur borist vegna málsins og því sé engin rannsókn í gangi.


Tengdar fréttir

„En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“

Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu.

Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval

Sonur Jóns Gunnarssonar á að hafa sagt á upptöku að faðir sinn hafi tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir að komast í að­stöðu til að veita veiði­leyfi til Hvals hf. Þá hafi hann sagt að utanríkisráðherra muni undirrita útgáfu leyfisins vegna hagsmunatengsla forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×