Umhverfismál

Fréttamynd

BBC neitar ásökunum um ritskoðun

Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

BBC sýnir ekki Atten­bor­ough af ótta við hægri­menn

Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum.

Erlent
Fréttamynd

Fjórum sinnum fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart sjókvíeldi

Um 61 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir hagsmunasamtök um verndun laxastofnsins. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum.

Innlent
Fréttamynd

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun

Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legu sam­komu­lagi náð

Eftir að hafa verið í viðræðum í tæplega tuttugu ár hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna loksins komist að samkomulagi um að vernda vistkerfi í úthöfum jarðarinnar. Samningar náðust í New York í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar Austur-Palestínu óttast langvarandi mengun

Nærri því mánuður er liðinn frá því lest sem bar mikið magn eiturefna fór út af sporinu nærri bænum Austur-Palestínu í Ohio í Bandaríkjunum eru íbúar enn reiðir og óttaslegnir. Margir segjast enn finna fyrir áhrifum frá efnunum sem sluppu út í andrúmsloftið.

Erlent
Fréttamynd

Engri losun vegna kola sópað undir teppið

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni.

Innlent
Fréttamynd

Bréfið fæst ekki heldur af­hent frá Evrópu

Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu

Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að byggja göngu­brú yfir Hvít­ár­gljúfur við Gull­foss

Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði

„Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Samstarf
Fréttamynd

Hvers vegna er fjöl­breytni náttúrunnar svona verð­mæt?

Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða lífs á jörðinni og verndun hennar er eitt veigamesta verkefni nútímans. Til að efla samstöðu, vitund og skilning á líffræðilegri fjölbreytni meðal almennings og stjórnvalda hérlendis hefur samstarfsvettvangur sem gengur undir nafninu BIODICE (biodiversity in Iceland/ líffræðileg fjölbreytni á Íslandi, biodice.is) verið stofnaður.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­karlar fara ham­förum

Þekkt aðferð manna með veikan málstað er að ráðast á þann sem er ósammála þeim í stað þess að rökræða við hann. Stundum er notað íþróttamál og þá er þetta kallað að fara í manninn en ekki boltann, viðkomandi er sem sagt svo slakur á vellinum að hann ræður ekkert við boltann og reynir því í vanmætti sínum að meiða mótherjann í staðinn. Slík hegðun þykir ekki stórmannleg.

Skoðun
Fréttamynd

Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið

Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys

Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu.

Erlent
Fréttamynd

Ekki Hvammsvirkjun!

Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Meg­um ekki hika í ork­u­skipt­um

Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?

Umræðan
Fréttamynd

Reginn greiddi út kaupauka fyrir árangur á sviði sjálf­bærni­mála

Fasteignafélagið Reginn greiddi út kaupauka til lykilstjórnenda félagsins fyrir árangur á sviði sjálfbærnimála á árinu 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem fasteignafélagið greiðir út sjálfbærnitengda kaupauka en aðeins eitt annað fyrirtæki í Kauphöllinni, Marel, hefur innleitt álíka hvatakerfi fyrir stjórnendur.

Innherji
Fréttamynd

Tekist á um gróður­setningu trjáa: „Þetta er svo mikil svika­mylla“

Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands gagnrýnir að gróðursetning trjáa sé seld undir þeim forsendum að með því sé verið að kolefnisjafna. Stjórnarformaður Kolviðar segir skýrt tekið fram að það taki tíma fyrir trén að kolefnisjafna og að gróðursetning sé sannarlega betra en að gera ekki neitt. 

Innlent