Orkulaus orkuskipti? Jón Trausti Ólafsson skrifar 21. september 2023 09:00 Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Sjá meira
Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun