Umhverfismál

Fréttamynd

„Ég vil fræða en ekki hræða“

„Við erum allan daginn að anda að okkur eða komast í snertingu við hin og þessi efni, það er óhjákvæmilegt. Hvort sem það eru raftækin sem við notum, eldhúsáhöldin, matvælaumbúðirnar, rúmdýnurnar sem við sofum á, kertin sem við kveikjum á,“ segir Sunneva Halldórsdóttir meistaranemi í líf og læknavísindum.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að virkja meira

Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur.

Innlent
Fréttamynd

Leita að fólki sem vill leigja dótið sitt til ó­kunnugra

Á vefsíðunni stoff.is, eða Stöff.is, er nú hægt að leigja út dótið sitt til ókunnugra. Síðan er nýkomin í loftið en þónokkuð af dóti er þegar komið inn. Til dæmis er hægt að leigja þar kajak, rafhjól, sous-vide tæki og allskonar tölvuleiki. Að síðunni standa þrír vinir sem kynntust í vinnu hjá Advania.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Felldu úr gildi frið­lýsingu en mátu Mumma ekki van­hæfan

Hæstirétt­ur hef­ur fellt úr gildi friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­uls­ár á Fjöll­um fyr­ir orku­vinnslu og sneri þar með við ákvörðun Héraðsdóms Aust­ur­lands sem hafði staðfest friðlýs­ing­una. Dómurinn mat fyrrverandi ráðherra ekki vanhæfan vegna fyrri starfa hans hjá Landvernd.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar þú að gefa bestu fermingar­gjöfina?

Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Má þetta bara?

Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi halda árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Yfirskrift fundarins er Má þetta bara?

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Van­nýtt tæki­færi

Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum.

Skoðun
Fréttamynd

Þreytandi græn­þvottur

Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið.

Skoðun
Fréttamynd

„Eins og að setja hurðina utan í bíl og keyra í burtu“

Aðsókn ferðamanna og innfæddra að Gróttu og Snoppu á Seltjarnarnesi hefur aukist gríðarlega síðustu ár og þá sérsaklega þegar búist er við Norðurljósum. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir bæinn vera að skoða gjaldtöku til að geta byggt upp innviði á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Er náttúru­verndin í öðru sæti?

Við sameiningu nokkurra sveitarfélaga á Austurlandi í eitt, sem nú ber nafnið Múlaþing, höfðu félagar í VG og þáverandi sveitarstjórnarfulltrúi V-lista af því áhyggjur að ekki yrði starfrækt sérstök náttúruverndarnefnd í sveitarfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetja fólk til að vinna heima vegna svifryks

Styrkur svifryks hefur verið mikill á öllum mælistöðvum í Reykjavík í dag, 29. febrúar, frá því að morgunumferð fór af stað. Ökumenn eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og þau sem geta að vinna í fjarvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfanda­fljót á­fram ó­beislað

Vinir Skjálfandafljóts fagna nýlegri vinnslutillögu Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2023‒2043 og því að ekki skuli gert ráð fyrir iðnaðarsvæði vegna virkjana í Skjálfandafljóti.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt hraun á Reykja­nesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun

Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar fá núna raf­orku með virkjun sjávar­strauma

Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar.

Erlent
Fréttamynd

Don Kíkóte orku­um­ræðunnar og hundar sem elta eigið skott

Það hefur verið dapurlegt en samt eilítið kómískt að fylgjast með orkuumræðunni undanfarið. Stjórnmálafólk og talsfólk orkufyrirtækja minnir á hund sem hleypur í hringi á eftir eigin rófu - það er mikið hlaupið og gelt en samt vita allir sem á horfa að markmiðið er illa valið og óraunhæft.

Skoðun