Stj.mál

Fréttamynd

Tæpur þriðjungur sendiherra heima

Fram kom í svari Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar á alþingi um sendiherra Íslendinga hér starfa 34 sendiherrar. Tuttugu þeirra starfa erlendis. Þar með er talinn Þorsteinn Ingólfsson sem er í leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Skattar borgarbúa hækka

Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans ákvað í gær að leggja til á fundi borgarstjórnar þann 16. nóvember að útsvarsprósenta næsta árs verði 13,03 prósent í stað 12,7 prósenta og fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði 0,345 prósent af fasteignamati í stað 0,320 prósenta.

Innlent
Fréttamynd

Friður og framfarir í Eyjum

Sjálfstæðisflokkur og Vestmannaeyjalisti skrifuðu aðfaranótt laugardags undir yfirlýsingu um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja undir slagorðinu "friður og framfarir." Samstarfi V-lista og Framsóknarflokks var slitið á fundi bæjarráðs á föstudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Lúðvík beitti bolabrögðum og reyndist ódrengur

"Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur leynd hjá ESSO

Framlög ESSO til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna. Í tilkynningu frá forstjóra ESSO segir að sundurliðun verði ekki gefin upp, enda líti félagið á öll þessi framlög sem trúnaðarmál milli viðkomandi aðila. Hins vegar hafi ESSO ákveðið að héðan í frá verði gefnar nánari upplýsingar um framlög sem félagið mun veita.

Innlent
Fréttamynd

Lög á kennaradeilu samþykkt

Frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum, með áorðnum breytingum var samþykkt á Alþingi rétt eftir hádegi í dag. Samkvæmt lögunum verður gerðardómur skipaður til að leysa kjaradeilu kennara, náist ekki samkomulag við Launanefnd sveitarfélaga fyrir 20. nóvember. <font size="4"></font>

Innlent
Fréttamynd

22 milljónir á áratug

Framlög Olíufélagsins ehf. og forvera þess, Olíufélagsins hf., til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Verkfall kennara bannað með lögum

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Alþingi lögfestir frumvarpið væntanlega í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn fræðir ekki um styrki

Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gefa upplýsingar um styrktaraðila sína eða einstaka styrki til flokksins. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um styrki olíufélaganna til Sjálfstæðisflokksins í tölvupósti nýlega og barst þá þetta svar. Í svarinu kom einnig fram að flokkurinn hefði um langt skeið fylgt sömu reglu og aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi í þessum efnum.

Innlent
Fréttamynd

Kallar ekki á endurskoðun

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur koma til greina að Ríkisendurskoðun skoði styrki til stjórnmálaflokka sem fá framlög á fjárlögum en hyggst þó ekki beita sér fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Örn ráðinn án auglýsingar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gekk frá ráðningu Ólafs Arnar Haraldssonar, fyrrverandi þingmanns, í starf forstjóra Ratsjárstofnunar, meðan hann var enn utanríkisráðherra án þess að staðan væri nokkru sinni auglýst. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Greiddu fyrir vegtyllurnar

Framsóknarmenn sem fengu störf í gegnum flokkinn létu hluta launa sinna renna til flokksins til að greiða skuldir í fjögur ár á tímabilinu 1992 til 2000. Engu máli skipti hvers konar störf það voru. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðurinn er aðalmálið

Af hverju hvílir öll þessi leynd yfir styrkjum til flokkanna? Umræðan um styrki til flokkanna er ekki ný af nálinni. Hún hefur viðgengist áratugum saman og komið reglulega upp í fjölmiðlum síðustu áratugi. Þessi umræða hefur orðið sterkari eftir því sem sjálfstæði fjölmiðlanna hefur vaxið og þeim tekist að slíta sig frá stjórnmálaflokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Framlög halda uppi flokksstarfinu

Allir sem eru í bæjarráði, bæjarstjórn eða nefndastörfum á vegum Framsóknarflokksins í Garðabæ og Mosfellsbæ láta hluta af launum sínum renna til flokksfélagsins í bænum og svo hefur verið lengi.

Innlent
Fréttamynd

Sprunginn meirihluti í Eyjum

Meirihlutasamstarfi Vestmannaeyjalistans og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja var slitið á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gærkvöld. Í bæjarstjórn eru þrír fulltrúar V-lista, þrír frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Framsóknarflokki.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptalífið hafi lært lexíu

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Valdís XVI

Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður sextándi borgarstjóri Reykjavíkur. Hún er þriðja konan sem gegnir embættinu. Sjö lögfræðingar hafa verið borgarstjórar, fjórir verkfræðingar og senn tveir sagnfræðingar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiði kostnað við lagasetningu

"Því miður sýnist mér allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli að enda málið með því að setja lög á deilu kennara og sveitarfélaganna. Það þykir mér sorgleg niðurstaða af því að lög leysa ekki vandann til frambúðar," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Allt stefnir í lagasetningu

Allt stefnir í að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Forsætisráðherra sagðist ekki koma auga á aðra lausn á deilunni eftir fund með samningsaðilum í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Sérstök lög um heimilisofbeldi

Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingslályktunartillögu um að sett verði sérstök lög um heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi er ekki skilgreint sérstaklega í íslenskri löggjöf, heldur helst dæmt eftir hegningarlögum um líkamsárásir.

Innlent
Fréttamynd

Við völd í skjóli styrkja

Stjórnmálaflokkarnir sitja við völd í skjóli styrkja frá olíufélögunum, tryggingafélögunum og kvótagreifunum, segir Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Styrkir til flokka verði rannasakaðir

Helgi Hjörvar alþingismaður telur að flokkarnir eigi að fá Ríkisendurskoðun til að gera almenna athugun á styrkjum olíufélaganna til stjórnmálaflokkanna. Þannig verði trúnaður ekki brotinn. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Kabúlflugvöllur úr okkar umsjá

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ræddi stöðu og horfur í heiminum á Alþingi í gær. Margt bar þar á góma, til dæmis varnarsamstarfið við Bandaríkin, málefni íslensku friðargæslunnar og ástandið í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Virðing Íslands að veði

Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Þægilegar slóðir

"Þetta eru náttúrlega prýðilegar tölur og í samræmi við aðrar tölur að undanförnu," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Frábær niðurstaða segir Össur

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir niðurstöðu fylgiskönnunar Fréttablaðsins "frábæra" fyrir flokkinn. "Ég bjóst satt að segja við því að vandræðagangurinn á R-listanum myndi hafa áhrif á fylgi flokksins."

Innlent
Fréttamynd

Lagasetning ekki útilokuð

Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna.

Innlent