Stj.mál

Fréttamynd

Betri nýting á fjármunum í forvarnastarfi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að fela félagsmálaráðherra að leiða samstarf þeirra aðila sem starfa að forvörnum hér á landi og móta heildstæða forvarnastefnu sem byggi á betri nýtingu þeirra fjármuna sem þegar er veitt í verkefni á þessu sviði.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða um forgang vegaframkvæmda á Vestfjörðum

Skyndilega virðist orðin samstaða um að vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og Norðausturlandi eigi að hafa forgang. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi þingmaður Vestfjarðakjördæmis.

Innlent
Fréttamynd

Grétar Már ráðuneytisstjóri

Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu tekur við stöðu ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu 21. júlí. Grétar Már tekur við af Gunnari Snorra Gunnarssyni, sem verið hefur ráðuneytisstjóri undanfarin fjögur ár. Gunnar Snorri flyst í haust til starfa erlendis fyrir utanríkisþjónustuna.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá NATO

Opnað hefur verið nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) í Brussel, Belgíu. Vefsetrið er á tveimur tungumálum - ensku og íslensku - og hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi fastanefndarinnar auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar bitni á þeim sem minnst mega sín

Breytingar á hámarkslánum og lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs eiga eftir að koma verst við þá sem minnst mega sín, að mati Elnu Sigrúnar Sigurðardóttur hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Hún segir að aðrar leiðir séu þó vandfundnar til að slá á þensluna á húsnæðismarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Guðni enn óákveðinn um formannsframboð

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ekki enn ákveðið hvort hann ætlar að sækjast eftir formannsstöðu í flokknum. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem styður Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, til formennsku íhugar að gefa kost á sér til varaformennsku, og virðist því ekki reikna með Guðna í æðstu stöður flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á reglum bitni á tekjuminni og landsbyggð

Framkvæmdastjóri Íbúðarlánasjóðs segir breytingar á útlánareglum sjóðsins, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, hafa áhrif á þá tekjuminni og fólk úti á landi. Þá segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, breytingarnar skaða allmannahagsmuni.

Innlent
Fréttamynd

Fagna hugmyndum um að draga úr þenslu

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands fagna hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr þengslu í þjóðfélaginu. Þeir telja þó að von sé á fleiri skrefum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgunni.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir til að draga úr verðbólgu

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka lánshlutfall Íbúaðaláasjóðs tímabundið úr 90% í 80% og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 milljónir króna. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hefur fallist á til að stuðla að því markmiði að hjöðnun verðbólgu gangi eftir sem fyrst. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ákveðnar á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Golfvöllur og vatnsverksmiðja stóriðjan í Þorlákshöfn

Hafist verður handa við nýjan strandgolfvöll við Þorlákshöfn á næstu mánuðum þar sem hönnun hans er lokið. Bæjarstjóri Ölfuss segir völlinn og fyrirhugaða vatnsverksmiðju stóriðju Þorlákshafnarbúa sem geti skapað hátt í hundrað störf.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á lagaramma um eldri námur

Skortur á lagaramma um eldri námur, eins og Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli, varð til þess að bæjarstjórn Ölfus ákvað að leyfa efnistöku á brún Ingólfsfjalls. Bæjarstjóri Ölfuss kallar eftir lagasetningu um námurnar.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður ræður aðstoðarmann

Sigfús Ingi Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu en tekur til starfa í utanríkisráðuneytinu á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Mæðraeftirlit endurskipulagt vegna flutninga í Mjódd

Endurskipuleggja þarf mæðraeftirlit á höfuðborgarsvæðinu vegna flutnings á Miðstöð mæðraverndar frá Barnónsstíg og upp í Mjódd, segir sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans. Hann tekur undir kröfur starfsmanna Heilsverndarstöðvarinnar á Barónsstíg um að ríkið reyni að eignast húsið aftur.

Innlent
Fréttamynd

ESA athugar ríkisaðstoð við Íbúðalánasjóð

Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að hefja formlega athugun á ríkisaðstoð við Íbúðalánasjóð. EFTA-dómstóllinn ógilti í apríl þá niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar að ríkisaðstoðin væri þjónuta í almannaþágu og því í samræmi við ríkisstyrkjareglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki að leita til ríkissaksóknara

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra útilokar ekki að hún leiti til ríkissaksóknara vegna málalykta í kæru hennar á hendur fjórum umhverfisverndunarsinnum sem hún taldi hafa hótað sér ofbeldi. Mótmælendurnir báru spjald sem á stóð: „Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi“ í göngu Íslandsvina á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan verður ekki seld

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn hætt á meintri ofbeldishótun

Lögreglan í Reykjavík hefur hætt rannsókn á meintri hótun um ofbeldi á hendur Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í göngu Íslandsvina í lok maí.

Innlent
Fréttamynd

Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú

Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Mislæg gatnamót líklega boðin út fyrir áramót

Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða að öllum líkindum boðin út fyrir áramót. Til stendur að leggja báðar brautirnar í stokk og leggja hringtorg ofan á, - í svokallaðri þriggja hæða lausn. Málið eru í algerum forgangi hjá nýjum meirihluta í Reykjavík, segir formaður samgöngu- og umhverfisráðs.

Innlent