Bandaríkin

Fréttamynd

Hefja rann­sókn eftir að lög­reglu­maður skaut svartan mann til bana

Lögreglan í Michigan-ríki í Bandaríkjunum rannsakar nú mál hvíts lögreglumanns sem skaut hinn 26 ára Patrick Lyoya, sem var svartur, til bana. Myndbönd sýna átök milli Lyoya og ónefnds lögreglumanns vegna rafbyssu, sem enduðu með því að lögreglumaðurinn skaut Lyoya. Mótmælendur krefjast þess að lögreglumaðurinn verði nafngreindur.

Erlent
Fréttamynd

Saka hvort annað um lygar og ofbeldi

Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Grín­istinn Gil­bert Gott­fri­ed látinn

Gilbert Gottfried er látinn aðeins 67 ára að aldri. Hann var af mörgum talinn goðsögn í grínbransanum vestanhafs. Gottfried var einnig þekktur fyrir að tala inn á teiknimyndir og þekkja eflaust margir túlkun hans á fuglinum Iago í teiknimyndinni um Aladdín. 

Lífið
Fréttamynd

Skotárás í lestarstöð í New York

Lögreglan í New York leitar manns sem sagður er hafa skotið fjölda fólks í lestarstöð í borginni á háannatíma í dag. Fregnir hafa einnig borist af sprengingu og að því að ósprungnar sprengjur hafi fundist á vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Segja Rússa beita efna­vopnum í Maríu­pol

Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter

Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja

Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns

Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. 

Erlent
Fréttamynd

Ever Forward hefur enn ekkert haggast

Gámaflutningaskipið Ever Forward hefur enn ekkert haggast eftir að hafa strandað í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir þremur vikum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Estelle Har­ris er látin

Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 

Lífið
Fréttamynd

Hættur í akademíunni eftir löðrunginn

Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock.

Lífið