Bandaríkin

Fréttamynd

Pence verður við­staddur em­bættis­töku Biden

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að vera viðstaddur þegar Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti síðar í þessum mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þetta eftir heimildarmanni í Washington, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki vera viðstaddur innsetningarathöfnina.

Erlent
Fréttamynd

Amazon neitar að hýsa Parler

Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Búið að hand­taka á­berandi þátt­tak­endur í ó­eirðunum

Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim.

Erlent
Fréttamynd

Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni

Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN.

Erlent
Fréttamynd

Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Risarnir beina spjótum sínum að „miðli mál­frelsisins“

Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens

Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta.

Erlent
Fréttamynd

Ígildi íslensku þjóðarinnar liggur í valnum

Alls hafa 365.346 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans, þar sem haldið er utan um opinberar tölur. Það þýðir að fleiri hafa dáið þar en Íslendingar voru í upphafi síðasta árs.

Erlent
Fréttamynd

Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð

Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Leikari úr Bráða­vaktinni látinn

Bandaríski leikarinn Deezer D, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Malik McGrath í Bráðavaktinni, eða ER, er látinn. Hann varð 55 ára.

Lífið
Fréttamynd

Annar ráð­herra í ríkis­stjórn Trumps segir af sér

Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag.

Erlent
Fréttamynd

Lög­reglu­skóla-leik­konan Marion Rams­ey er látin

Bandaríska leikkonan og listakonan Marion Ramsey, sem þekktust fyrir hlutverk sitt í Lögregluskólamyndunum (e. Police Academy), er látin, 73 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í gær að því er fram kemur í frétt Deadline.

Lífið
Fréttamynd

Útiloka ekki að Trump verði ákærður

Saksóknarinn Michael Sherwin segir rannsóknina á þeirri árás sem var gerð á þinghúsið í gær fyrst og fremst snúa að því að rannsaka hverjir stuðluðu að ofbeldi og óeirðum innan veggja hússins. Á þessu stigi sé það forgangsmál, þó ekki sé útilokað að fleiri verði ákærðir fyrir sinn þátt.

Erlent
Fréttamynd

Musk tekur fram úr Bezos

Eignir frumkvöðulsins Elon Musk eru nú metnar á yfir 185 milljarða Bandaríkjadala og er hann því orðinn ríkasti maður heims. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hafði áður trónað á toppnum frá árinu 2017.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Geta ekki beðið í þrettán daga

Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi.

Erlent