Bandaríkin

Fréttamynd

„Þetta er meiri háttar draumur að rætast”

Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar sigur úr býtum í prufuspili um stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna síðasta föstudag. Stefán Ragnar segir þetta mikinn heiður og meiri háttar draum að rætast. 

Lífið
Fréttamynd

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merki­legar konur

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opnar sig um rútínuna í fangelsinu

Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína.

Erlent
Fréttamynd

Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið

Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna skaut vopnaðan mann fyrir utan Hvíta húsið í morgun. Lögregluyfirvöld höfðu varað við því að hætta stafaði af manninum, sem var ferðalangur frá Indiana-ríki.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti í fimm­tán ár til að vera aflífaður með af­töku­sveit

Brad Sigmon var í gær aflífaður í Bandaríkjunum af aftökusveit. Aflífun með aftökusveit hefur ekki verið framkvæmd í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Sigmond var dæmdur fyrir að myrða foreldra fyrrverandi kærustu sinnar árið 2001. Hann barði þau til bana með hafnaboltakylfu áður en hann tók fyrrverandi kærustu sína með valdi.

Erlent
Fréttamynd

Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund

Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk.

Erlent
Fréttamynd

Varnar­samningur við Banda­ríkin standi sterkt

Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum.

Erlent
Fréttamynd

Annað Starship sprakk í loft upp

Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili.

Erlent
Fréttamynd

Trump frestar tollgjöldum ná­grannanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum.

Erlent
Fréttamynd

Villu­ljós í varnarstarfi

Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu

Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs.

Innlent
Fréttamynd

Pamela Bach-Hasselhof látin

Bandaríska leikkonan Pamela Bach-Hasselhof er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles sínu fyrr í dag. Hún var 62 ára gömul.

Lífið
Fréttamynd

Óttast að Ís­lendingar þurfi að halla sér að Evrópu­sam­bandinu

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Tals­maður Pútíns hrósar Rubio fyrir um­mæli um leppastríð

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram.

Erlent
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi: Hvar stendur Ís­land gagn­vart Trump, tollastríði og breyttri heims­mynd?

Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst.

Innlent