Bandaríkin

Fréttamynd

Stórt skref stigið í átt að friði

Sex daga viðræður Bandaríkjanna og talibana skila árangri. Samþykktu ramma utan um friðarsamninga. Talibanar koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi og mæta til viðræðna við stjórnina ef Bandaríkjamenn fara úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Segir björn hafa passað sig í tvo daga

Þriggja ára drengur, sem fannst í skóglendi eftir tveggja daga leit í Norður-Karólínu, segist hafa lifað þrekraunina af þökk sé birni sem veitti honum félagsskap í frostinu.

Erlent
Fréttamynd

Útilokar ekki að vinna með saksóknara

Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni.

Erlent
Fréttamynd

Ástsæll Top Chef-keppandi látinn

Kokkurinn Fatima Ali, sem hlaut áhorfendaverðlaun fyrir þátttöku sína í fimmtándu þáttaröð Top Chef, lést á föstudag eftir baráttu við krabbamein.

Erlent