Bandaríkin

Fréttamynd

Friends-leikari látinn

Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Sonur Biden játar sig sekan um skatt­svik

Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar.

Erlent
Fréttamynd

List­rænt ofur­par opnar ný­stár­lega og skapandi um­boðs­skrif­stofu

Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim.

Lífið
Fréttamynd

Sátu um vísinda­mann eftir „á­skorun“ Rogan og Musk

Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Apar pyntaðir í á­góða­skyni öðrum til skemmtunar

BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta.

Erlent
Fréttamynd

Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi.

Erlent
Fréttamynd

Fékk síma í and­litið á miðjum tón­leikum

Tónlistarkonan Bebe Rexha þurfti að yfirgefa tónleika sína í New York í gærkvöldi eftir að hafa fengið síma í andlitið. Að sögn Rexha er í lagi með hana en búið er að handtaka mann sem grunaður er um að hafa kastað símanum í hana.

Lífið
Fréttamynd

Urðu af milljónum vegna há­karla­bits

Veiðimenn bátarins Sensation voru sannfærðir um að þeir væru búnir að vinna veiðikeppnina Big Rock Blue Marlin sem haldin er í bænum Morehead City í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Fiskurinn sem þeir veiddu vó rúmlega 280 kíló og reyndist hann vera sá stærsti þetta árið. Veiðimennirnir á Sensation stóðu þó ekki uppi sem sigurvegarar keppninnar þetta árið.

Erlent
Fréttamynd

Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríó­týpíska veggi

„Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju.

Tónlist
Fréttamynd

Bandaríkjamenn og Kínverjar reyna að draga úr spennu

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í tveggja daga heimsókn til Kína í gær og fundaði með Qin Gang utanríkisráðherra og Wang Yi sem fer fyrir utanríkismálum í stjórnmálaráði Kínverska kommúnistaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic

Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf.

Erlent
Fréttamynd

Ætluðu sér að myrða njósnara í Miami

Rússneskir útsendarar ætluðu árið 2020 að ráða rússneskum manni bana í Miamiborg í Bandaríkjunum. Banatilræðið gekk ekki eftir en leiddi til þess að Bandaríkjamenn vísuðu rússneskum erindrekum og njósnurum úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Á­hyggjur vegna byggingar­á­forma á Vestur­bakkanum

Bandaríkjamenn segjast hafa þungar áhyggjur af þróun mála á Vesturbakkanum eftir að í ljós kom að fyrirætlanir um að byggja 4.560 nýjar íbúðir á Vestubakkanum verða teknar fyrir af Yfirskipulagsráði Ísrael í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Áttu „opin­skáar“ og „upp­byggi­legar“ við­ræður

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping.

Erlent
Fréttamynd

Reynir að lægja öldurnar í heim­sókn til Kína

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Kína í opinbera heimsókn sem er ætlað að lægja öldurnar í samskiptum þjóðanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir Kína í fimm ár.

Erlent
Fréttamynd

Segir Costner vísa börnunum á dyr

Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu.

Lífið
Fréttamynd

Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd

Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir

Jack Teixeira hefur verið ákærður fyrir að leka leynilegum hernaðarupplýsingum á netið um langt skeið. Hann birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl.

Erlent
Fréttamynd

Sonur Al Pa­cino kominn í heiminn

Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans, Noor Alfallah eru nýbakaðir foreldrar drengs. Talsmaður parsins staðfestir þetta í samtali við TMZ og segir að strákurinn hafi fengið nafnið Roman. 

Lífið
Fréttamynd

Stal líkum barna sem fæddust andvana

Alríkissaksóknarar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja umsjónarmann líkhúss læknadeildar Harvard skólans hafa selt líkamsparta líka sem gefin voru skólanum. Hann er sakaður um að hafa leyft kaupendum að koma í líkhúsið og velja sér líkamsparta til að kaupa en kaupendur hans og aðrir hafa verið ákærðir vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt.

Erlent
Fréttamynd

Hefur nú heim­sótt öll fimm­tíu ríki Banda­ríkjanna: „Ó­lýsan­leg til­finning“

Lífskúnstnerinn Hanna Guðrún Halldórsdóttir hafði löngum haft það að markmiði að heimsækja öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna og hefur því verið dugleg að ferðast síðastliðin ár. Þegar hún flaug til Alaska í síðustu viku lauk hún ætlunarverki sínu en það var einmitt síðasta ríkið sem hún átti eftir að heimsækja. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá Bandaríkja ævintýrum Hönnu Guðrúnar.

Lífið