Sjávarútvegur

Fréttamynd

Mikil ólga innan grasrótar VG

Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Renta

"Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…

Skoðun
Fréttamynd

Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar

Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Ölmusa útgerðarinnar

Það var engin tilviljun sem réði því að ríkisstjórnin afréð að koma ekki með frumvarpið um lækkun veiðigjalda fyrr en eftir byggðakosningarnar.

Skoðun
Fréttamynd

Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er flutningsmaður frumvarps um lækkun veiðigjalda. Fyrirtæki hans hagnast um háar fjárhæðir verði frumvarpið að lögum. Virði aflaheimilda hans er yfir hundrað milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Allt á öðrum endanum á Alþingi

Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári.

Innlent
Fréttamynd

Brim þyrfti að losa eignir

Útgerðarfélagið Brim þyrfti að losa sig við eignir fari svo að hluthafar í HB Granda samþykki yfirtökutilboð Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims og stjórnarformanns HB Granda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það þarf af rannsaka einkavæðingu Granda

Við þurfum að gera upp við nýfrjálshyggjuna, ekki bara hvernig skattar hinna ríku voru lækkaðir og þannig grafið undan velferðarkerfinu, heldur líka hvernig örfáar fjölskyldur náðu að sölsa undir sig almannaeigur.

Skoðun
Fréttamynd

Kvótasalar fá helming umframhagnaðar

Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu undan rannsókn vegna anna

Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki, Samherji, Síldarvinnslan og Gjögur, voru til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu vegna gruns um samkeppnishamlandi samráð. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins var hætt vegna anna við við skoðun á samrunum annarra fyrirtækja.

Innlent