Lögreglumál

Fréttamynd

Handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal

Karlmaður var handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal nú í vikunni, annars vegar vegna gruns um að vera valdur að líkamsárás og hins vegar vegna gruns um að hafa ógnað tveimur einstaklingum með hníf.

Innlent
Fréttamynd

Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis

Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi.

Innlent
Fréttamynd

Al­menningur ekki í hættu vegna morð­málsins

Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Skráðum kynferðisbrotum fjölgar

Skráðum hengingarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði milli mánaða í janúar en þau voru 666. Það sem af er ári hafa borist um sex prósent færri tilkynningar um hegningarlagabrot en bárust að meðaltali á sama tímabili þrjú ár á undan.

Innlent
Fréttamynd

„Gaur sem er að bíða eftir þér“

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn

Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Þór hvorki sak­borningur né vitni í veiði­þjófnaðar­máli

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan rannsakar líkamsárás á Bíldudal

Maður var handtekinn á Bíldudal á sunnudaginn, grunaður um líkamsárás. Búið er að yfirheyra hann en að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, var árásin minniháttar og ekki talin þörf á gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Fiskur og slor dreifðist um veginn

Laust fyrir klukkan hálffjögur í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna.

Innlent
Fréttamynd

Íslendings leitað í tengslum við manndrápið

Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við.

Innlent
Fréttamynd

Kofinn enn ófeðraður

Timburkofi sem fannst brotinn á Suðurstrandarvegi rétt vestan við Hlíðarvatn að mánudagskvöldið 8. febrúar er enn ófeðraður að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi. Talið er að kofinn hafi fallið af flutningabíl umrætt kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Meðal annars skotinn í höfuðið

Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið.

Innlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði

Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

Rúmlega helmingur býr enn við ofbeldisaðstæður

Rúmlega helmingur þeirra sem varð fyrir heimilisofbeldi í fyrra býr enn við aðstæðurnar og er hlutfallið talsvert hærra miðað við fyrri ár, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Skýrsluhöfundur telur að aukið atvinnuleysi og óvissa í samfélaginu hafi áhrif á stöðuna. 

Innlent
Fréttamynd

Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt

Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti síðastliðna nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu í tenglsum við málið. 

Innlent
Fréttamynd

Mannslát í Reykjavík til rannsóknar og einn í haldi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði í Reykjavík. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. 

Innlent