Furða sig á að þurfa að greiða löggæslukostnað vegna Bræðslunnar Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 17:46 Bræðurnir Heiðar og Magni Ásgeirssynir hafa haldið Bræðsluna frá árinu 2005. Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Aðstandendur tónleikanna Bræðslunnar, sem fara fram á Borgarfirði eystri á ári hverju, furða sig á að hafa þurft að greiða rúmlega eina milljón króna í löggæslukostnað frá því að tónleikarnir voru haldnir fyrst árið 2005. Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandanda Bræðslunnar, segir í samtali við Vísi að á hverju ári sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafi þurft að greiða um áttatíu þúsund krónur í svokallað löggæslugjald. Löggæslugjald er innheimt þegar viðburður er haldinn sem krefst aukinnar löggæslu umfram venjubundna löggæslu á sama tíma. Fyrir þessu er heimild í lögum um tækifærisleyfi. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og bróðir Heiðars, stendur einnig að Bræðslunni en hann vakti athygli á málinu með Facebookfærslu í fyrradag. Það sem þeim bræðrum þykir merkilegast er að löggæslugjald virðist vera innheimt af þeirri ástæðu einni að tónleikarnir fari fram á Borgarfirði eystri. „Okkur finnst þetta vera orðið svolítið þreytt mál, að þurfa í rauninni að borga þetta aukagjald eingöngu vegna þess að það er allajafna ekki löggæsla á þessum stað,“ segir Heiðar. Þá er vakin sérstök athygli á því að tónleikarnir standi í um fimm klukkutíma og séu búnir um miðnætti. Þar fari engin áfengissala fram og gestir séu mest megnis fjölskyldufólk. „Stóri misskilningurinn í þessu finnst okkur vera er að við erum ekki að halda þarna útihátíð, við erum ekki að selja inn á tjaldsvæði. Við erum í raun bara að selja inn á tónleika í fimm klukkutíma, eitt kvöld á ári,“ segir Heiðar. Heiðar segir að færslunni hafi meðal annars verið ætlað að vekja athygli þingmanna í kjördæminu á stöðu mála. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ritaði athugasemd við færsluna í dag. „Satt best að segja hélt ég að það hefði tekist að breyta þessu en ef það er ekki raunin þá er breytinga þörf,“ segir hún. Ekki neitt við lögregluna að sakast Heiðar segir að samstarf við lögreglu hafi alltaf verið gott á Bræðslunni og að aðstandendum tónleikanna þyki mikilvægt að hafa löggæslu á þeim góða. „Þannig að þetta er ekki á nokkurn hátt við lögregluna á staðnum að sakast. Heldur finnst okkur þetta fyrst og fremst heldur úrelt nálgun,“ segir hann. Heiðar segir lögregluna á staðnum alfarið ákveða hvernig löggæslu á tónleikunum sé skipað en hann telur að um tveir til þrír lögreglumenn ásamt einum bíl séu almennt á tónleikasvæðinu, án þess að hafa talið sérstaklega. Vildu frekar sjá á eftir peningunum til björgunarsveita Aðspurður segir Heiðar að málið snúist ekki endilega um peninga þó allt telji auðvitað. „Við erum fyrst og fremst að velta þessu fyrir okkur út frá réttlætissjónarmiðum, okkur liði betur ef þessi peningur færi til björgunarsveitanna okkar sem við höfum verið að greiða fyrir alveg frábæra gæslu og góð störf sem nýtist á staðnum,“ segir hann. Sem dæmi um réttlætissjónarmið nefnir Heiðar að hann efist um að tónleikahaldarar á Egilsstöðum þurfi að greiða löggæslugjald en Egilstaðir eru nú eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í sama sveitarfélagi og Borgarfjörður eystri, Múlaþingi. Fóru fram á fúlgur fjár Heiðar segir að fyrir nokkrum árum hafi steininn tekið úr þegar rukka átti þá bræður um tvö hundruð þúsund krónaur vegna löggæslu á Borgarfirði fyrir heila viku árið 2015. „Þá settum við nú niður hælana og börðum í borðið. Það endaði á því að við fengum úrskurð frá ráðuneyti eftir stjórnsýslukæru um það að ekki hefði verið gætt meðalhófs í þeirri gjaldtöku og hún lækkuð í um 80 þúsund krónur,“ segir Heiðar. Eftir standi þó að lögreglunni sé heimilt að innheimta löggæslugjald. Það sé sú heimild sem bræðurnir furða sig á og finnst fela í sér ákveðna mismunum. Tónlist Lögreglumál Múlaþing Bræðslan Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandanda Bræðslunnar, segir í samtali við Vísi að á hverju ári sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafi þurft að greiða um áttatíu þúsund krónur í svokallað löggæslugjald. Löggæslugjald er innheimt þegar viðburður er haldinn sem krefst aukinnar löggæslu umfram venjubundna löggæslu á sama tíma. Fyrir þessu er heimild í lögum um tækifærisleyfi. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og bróðir Heiðars, stendur einnig að Bræðslunni en hann vakti athygli á málinu með Facebookfærslu í fyrradag. Það sem þeim bræðrum þykir merkilegast er að löggæslugjald virðist vera innheimt af þeirri ástæðu einni að tónleikarnir fari fram á Borgarfirði eystri. „Okkur finnst þetta vera orðið svolítið þreytt mál, að þurfa í rauninni að borga þetta aukagjald eingöngu vegna þess að það er allajafna ekki löggæsla á þessum stað,“ segir Heiðar. Þá er vakin sérstök athygli á því að tónleikarnir standi í um fimm klukkutíma og séu búnir um miðnætti. Þar fari engin áfengissala fram og gestir séu mest megnis fjölskyldufólk. „Stóri misskilningurinn í þessu finnst okkur vera er að við erum ekki að halda þarna útihátíð, við erum ekki að selja inn á tjaldsvæði. Við erum í raun bara að selja inn á tónleika í fimm klukkutíma, eitt kvöld á ári,“ segir Heiðar. Heiðar segir að færslunni hafi meðal annars verið ætlað að vekja athygli þingmanna í kjördæminu á stöðu mála. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ritaði athugasemd við færsluna í dag. „Satt best að segja hélt ég að það hefði tekist að breyta þessu en ef það er ekki raunin þá er breytinga þörf,“ segir hún. Ekki neitt við lögregluna að sakast Heiðar segir að samstarf við lögreglu hafi alltaf verið gott á Bræðslunni og að aðstandendum tónleikanna þyki mikilvægt að hafa löggæslu á þeim góða. „Þannig að þetta er ekki á nokkurn hátt við lögregluna á staðnum að sakast. Heldur finnst okkur þetta fyrst og fremst heldur úrelt nálgun,“ segir hann. Heiðar segir lögregluna á staðnum alfarið ákveða hvernig löggæslu á tónleikunum sé skipað en hann telur að um tveir til þrír lögreglumenn ásamt einum bíl séu almennt á tónleikasvæðinu, án þess að hafa talið sérstaklega. Vildu frekar sjá á eftir peningunum til björgunarsveita Aðspurður segir Heiðar að málið snúist ekki endilega um peninga þó allt telji auðvitað. „Við erum fyrst og fremst að velta þessu fyrir okkur út frá réttlætissjónarmiðum, okkur liði betur ef þessi peningur færi til björgunarsveitanna okkar sem við höfum verið að greiða fyrir alveg frábæra gæslu og góð störf sem nýtist á staðnum,“ segir hann. Sem dæmi um réttlætissjónarmið nefnir Heiðar að hann efist um að tónleikahaldarar á Egilsstöðum þurfi að greiða löggæslugjald en Egilstaðir eru nú eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í sama sveitarfélagi og Borgarfjörður eystri, Múlaþingi. Fóru fram á fúlgur fjár Heiðar segir að fyrir nokkrum árum hafi steininn tekið úr þegar rukka átti þá bræður um tvö hundruð þúsund krónaur vegna löggæslu á Borgarfirði fyrir heila viku árið 2015. „Þá settum við nú niður hælana og börðum í borðið. Það endaði á því að við fengum úrskurð frá ráðuneyti eftir stjórnsýslukæru um það að ekki hefði verið gætt meðalhófs í þeirri gjaldtöku og hún lækkuð í um 80 þúsund krónur,“ segir Heiðar. Eftir standi þó að lögreglunni sé heimilt að innheimta löggæslugjald. Það sé sú heimild sem bræðurnir furða sig á og finnst fela í sér ákveðna mismunum.
Tónlist Lögreglumál Múlaþing Bræðslan Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira