Lögreglumál

Fréttamynd

Lést af slysförum í Árnessýslu

Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Fór niður um vök í grennd við Selfoss

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði

Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni.

Innlent
Fréttamynd

Bíll ölvaðs manns rann á lög­reglu­bíl

Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl í vesturbæ Reykjavíkur eftir að ökumaðurinn hafði sleppt því að ganga tryggilega frá bílnum þegar hann hafði verið stöðvaður af lögreglu og stigið út úr bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Anna Aurora bakvörður ætlar í mál við íslenska ríkið og fleiri

Anna Aurora Waage Óskarsdóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna handtöku hennar á Vestfjörðum í apríl þar sem hún var grunuð um að villa á sér heimildir sem bakvörður á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þá ætlar hún að stefna fjölmiðlum og einstaklingum sömuleiðis. Lögmaður hennar segir mikla vinnu framundan að hreinsa mannorð skjólstæðings síns.

Innlent
Fréttamynd

Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður

Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. 

Innlent
Fréttamynd

Fór inn í bíl og rændi ökumann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán í Laugardalnum þar sem maður fór inn í bíl, ógnaði ökumanni og hafði á brott muni í eigu ökumannsins. Þá varð slys í Garðabæ þar sem tveir bílar skullu saman og urðu báðir óökufærir.

Innlent
Fréttamynd

Hræktu á lögreglumenn og höfðu uppi grófar hótanir

Þrír ungir menn voru handteknir í Kópavogi í nótt fyrir ólæti. Mennirnir létu mjög ófriðlega eftir að lögregla stöðvaði för ökumanns í bænum sem var grunaður um akstur undir áfengis eða fíkniefna að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Nauðgaði tvisvar sömu nótt en á skilorði vegna dráttar á máli

Landsréttur hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gerðist sekur um að nauðga fyrrverandi unnustu sinni í tvígang. Landsréttur mildar hins vegar refsingu að því leyti að dómurinn skuli skilorðsbundinn til tveggja ára vegna verulegs dráttar á meðferð málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um ölvun og hávaðakvartanir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluverður erill hafi verið hjá lögregluþjónum í nótt. Mikið hafi verið um ölvunartengd mál og hávaðakvartanir.

Innlent
Fréttamynd

Ævar Annel gaf sig fram

Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar.

Innlent