Lögreglumál Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. Innlent 9.12.2022 09:58 Algjör tilviljun að byssukúlurnar höfnuðu ekki í sex ára snáða og föður Tilviljun ein réð því að byssukúlur hæfðu ekki feðga í bíl við Miðvang í Hafnarfirði í júní. Byssumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, var fundinn sekur um tilraun til manndráps en metinn ósakhæfur enda fullur af ranghugmyndum á gjörningarstundu. Hann þarf að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Innlent 8.12.2022 16:47 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í hryðjuverkamálinu Héraðsaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á morgun en þeir hafa verið í varðhaldi í ellefu vikur og rennur ákærufrestur út í næstu viku. Innlent 8.12.2022 14:22 Handtekinn vegna kannabisræktunar á Tálknafirði Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram. Einn maður var handtekinn. Innlent 8.12.2022 12:34 Thomas er fundinn Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í dag eftir Thomasi De Farrier, 56 ára gömlum karlmanni frá Bretlandi. Innlent 7.12.2022 12:02 Segir lögregluembættin ekki hafa sinnt skráningu og eyðingu gagna Í nýrri skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum á síðasta ári eru lögregluembættin og yfirstjórn lögreglunnar harðlega gagnrýnd fyrir meðferð og vörslu upplýsinga. Innlent 7.12.2022 06:56 Lögreglan rannsakar stunguárás í miðbænum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrr í dag tilkynning um einstakling sem hafði verið stunginn í hverfi 101. Einstaklingurinn reyndist vera með áverka á höndum og fótum. Innlent 6.12.2022 18:41 Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. Innlent 6.12.2022 12:16 Einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna árásinnar á Bankastræti Club Öllum nema einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club en þrjátíu eru með stöðu sakbornings í tengslum við málið. Rannsókn lögreglu miðar nú að því að komast að tilefni árásarinnar. Innlent 6.12.2022 11:14 Þjófur hrækti í andlit búðarstarfsmanns og lagði á flótta Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kölluð til vegna þjófnaða í borginni í gær. Í öðru tilvikinu var um að ræða unga konu, sem mun ítrekað hafa verið staðin að því að stela úr verslunum. Innlent 6.12.2022 06:31 Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. Innlent 5.12.2022 14:31 Ölvaðir og undir áhrifum fíkniefna í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók árásarmann í póstnúmerinu 111 í gærkvöldi, eftir að tilkynning barst um líkamsárás. Engar upplýsingar liggja fyrir um áverka þolandans. Innlent 5.12.2022 06:27 Mikill viðbúnaður slökkviliðs í Rauðagerði Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað við Rauðagerði í Reykjavík þessa stundina. Aðgerðirnar standa yfir við bakhús húss Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Búið er að ráða niðurlögum elds sem kviknaði inni í húsinu en reykræsting stendur enn yfir. Innlent 4.12.2022 19:27 Lögregla kölluð til vegna barna í tölvuleik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna hávaða í börnum sem voru að spila tölvuleik í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu varðandi mál frá klukkan 07-17. Þá var tilkynnt um aðila með hníf í hverfi 105 en maðurinn fannst ekki þrátt fyrir leit. Innlent 4.12.2022 17:22 Fimm réðust á gest veitingahúss í Kópavogi Veitingahússgestur í Kópavogi hlaut áverka á höndum og fótum þegar ráðist var á hann á öðrum tímanum í nótt. Fimm manns eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Innlent 4.12.2022 07:38 Grímuklæddur maður rændi verslun Maður sem rændi verslun í póstnúmeri 108 í Reykjavík í gærkvöldi komst undan á hlaupum. Hann var grímuklæddur og hrifsaði með sér fjármuni í sjóðsvél verslunarinnar. Innlent 3.12.2022 08:03 Ráðist á húsráðanda þegar hann opnaði útidyrnar Karlmaður hringdi dyrabjöllu húss í hverfi 103 í Reykjavík og réðst á húsráðanda þegar hann opnaði dyrnar skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla telur sig kunna deili á honum. Innlent 3.12.2022 07:45 Handtóku mann eftir ítrekuð afskipti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í annarlegu ástandi eftir að hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af honum. Fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu og er grunaður um brot á lögreglusamþykkt. Innlent 2.12.2022 06:55 Í gæsluvarðhald grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður sem réðst að fyrrverandi eiginkonu sinni með öxi fyrir framan Dalskóla í Úlfarsárdal í gær hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Innlent 1.12.2022 14:51 Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. Innlent 1.12.2022 14:13 Lögreglan lýsir aftur eftir Arturs Jansons Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára, frá Lettlandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Lettlands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Arturs er ekki talinn hættulegur. Innlent 1.12.2022 13:24 Þekktir menn í undirheimunum viti helst hvað komið hafi fyrir Friðfinn „Það er búið að vinna úr öllum ábendingum. Velta öllum steinum. En sorglegu tíðindin eru þau að hann finnst ekki,“ segir Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem hvarf sporlaust þann 10. nóvember síðastliðinn. Innlent 1.12.2022 09:01 Gestur olli skemmdum á hótelherbergi og hótaði starfsfólki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborginni í gærkvöldi vegna hótelgests sem hafði valdið skemmdum á hótelherbergi sínu og hafði í hótunum við starfsfólk. Málið er í rannsókn, segir í tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar. Innlent 1.12.2022 06:12 Réðst á konu með öxi fyrir framan grunnskóla Maður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla seinni partinn í gær. Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Innlent 30.11.2022 17:39 Rannsókn á skipulagningu hryðjuverka lokið og boltinn hjá saksóknara Rannsókn í máli tveggja manna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka er nú lokið og eru gögnin komin til saksóknara sem ákveður næstu skref og hvort ákæra verði gefin út. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og verða þar áfram í hið minnsta fram á næstu viku. Innlent 30.11.2022 16:32 Tuttugu og tvær nauðganir tilkynntar á mánuði Alls barst lögreglu 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og var því að jafnaði tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Um er að ræða 26 prósent aukningu frá því í fyrra. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar á sama tíma. Innlent 30.11.2022 14:11 Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 29.11.2022 11:03 Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. Innlent 29.11.2022 10:14 Lögregla kölluð til vegna grunsamlegs pakka í Hlíðahverfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 111 um klukkan 22 í gærkvöldi. Áverkar þolandans reyndust minniháttar en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. Innlent 29.11.2022 06:26 Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Innlent 28.11.2022 20:09 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 280 ›
Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. Innlent 9.12.2022 09:58
Algjör tilviljun að byssukúlurnar höfnuðu ekki í sex ára snáða og föður Tilviljun ein réð því að byssukúlur hæfðu ekki feðga í bíl við Miðvang í Hafnarfirði í júní. Byssumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, var fundinn sekur um tilraun til manndráps en metinn ósakhæfur enda fullur af ranghugmyndum á gjörningarstundu. Hann þarf að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Innlent 8.12.2022 16:47
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í hryðjuverkamálinu Héraðsaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á morgun en þeir hafa verið í varðhaldi í ellefu vikur og rennur ákærufrestur út í næstu viku. Innlent 8.12.2022 14:22
Handtekinn vegna kannabisræktunar á Tálknafirði Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram. Einn maður var handtekinn. Innlent 8.12.2022 12:34
Thomas er fundinn Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í dag eftir Thomasi De Farrier, 56 ára gömlum karlmanni frá Bretlandi. Innlent 7.12.2022 12:02
Segir lögregluembættin ekki hafa sinnt skráningu og eyðingu gagna Í nýrri skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum á síðasta ári eru lögregluembættin og yfirstjórn lögreglunnar harðlega gagnrýnd fyrir meðferð og vörslu upplýsinga. Innlent 7.12.2022 06:56
Lögreglan rannsakar stunguárás í miðbænum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrr í dag tilkynning um einstakling sem hafði verið stunginn í hverfi 101. Einstaklingurinn reyndist vera með áverka á höndum og fótum. Innlent 6.12.2022 18:41
Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. Innlent 6.12.2022 12:16
Einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna árásinnar á Bankastræti Club Öllum nema einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club en þrjátíu eru með stöðu sakbornings í tengslum við málið. Rannsókn lögreglu miðar nú að því að komast að tilefni árásarinnar. Innlent 6.12.2022 11:14
Þjófur hrækti í andlit búðarstarfsmanns og lagði á flótta Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kölluð til vegna þjófnaða í borginni í gær. Í öðru tilvikinu var um að ræða unga konu, sem mun ítrekað hafa verið staðin að því að stela úr verslunum. Innlent 6.12.2022 06:31
Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. Innlent 5.12.2022 14:31
Ölvaðir og undir áhrifum fíkniefna í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók árásarmann í póstnúmerinu 111 í gærkvöldi, eftir að tilkynning barst um líkamsárás. Engar upplýsingar liggja fyrir um áverka þolandans. Innlent 5.12.2022 06:27
Mikill viðbúnaður slökkviliðs í Rauðagerði Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað við Rauðagerði í Reykjavík þessa stundina. Aðgerðirnar standa yfir við bakhús húss Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Búið er að ráða niðurlögum elds sem kviknaði inni í húsinu en reykræsting stendur enn yfir. Innlent 4.12.2022 19:27
Lögregla kölluð til vegna barna í tölvuleik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna hávaða í börnum sem voru að spila tölvuleik í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu varðandi mál frá klukkan 07-17. Þá var tilkynnt um aðila með hníf í hverfi 105 en maðurinn fannst ekki þrátt fyrir leit. Innlent 4.12.2022 17:22
Fimm réðust á gest veitingahúss í Kópavogi Veitingahússgestur í Kópavogi hlaut áverka á höndum og fótum þegar ráðist var á hann á öðrum tímanum í nótt. Fimm manns eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Innlent 4.12.2022 07:38
Grímuklæddur maður rændi verslun Maður sem rændi verslun í póstnúmeri 108 í Reykjavík í gærkvöldi komst undan á hlaupum. Hann var grímuklæddur og hrifsaði með sér fjármuni í sjóðsvél verslunarinnar. Innlent 3.12.2022 08:03
Ráðist á húsráðanda þegar hann opnaði útidyrnar Karlmaður hringdi dyrabjöllu húss í hverfi 103 í Reykjavík og réðst á húsráðanda þegar hann opnaði dyrnar skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla telur sig kunna deili á honum. Innlent 3.12.2022 07:45
Handtóku mann eftir ítrekuð afskipti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í annarlegu ástandi eftir að hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af honum. Fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu og er grunaður um brot á lögreglusamþykkt. Innlent 2.12.2022 06:55
Í gæsluvarðhald grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður sem réðst að fyrrverandi eiginkonu sinni með öxi fyrir framan Dalskóla í Úlfarsárdal í gær hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Innlent 1.12.2022 14:51
Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. Innlent 1.12.2022 14:13
Lögreglan lýsir aftur eftir Arturs Jansons Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára, frá Lettlandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Lettlands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Arturs er ekki talinn hættulegur. Innlent 1.12.2022 13:24
Þekktir menn í undirheimunum viti helst hvað komið hafi fyrir Friðfinn „Það er búið að vinna úr öllum ábendingum. Velta öllum steinum. En sorglegu tíðindin eru þau að hann finnst ekki,“ segir Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem hvarf sporlaust þann 10. nóvember síðastliðinn. Innlent 1.12.2022 09:01
Gestur olli skemmdum á hótelherbergi og hótaði starfsfólki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborginni í gærkvöldi vegna hótelgests sem hafði valdið skemmdum á hótelherbergi sínu og hafði í hótunum við starfsfólk. Málið er í rannsókn, segir í tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar. Innlent 1.12.2022 06:12
Réðst á konu með öxi fyrir framan grunnskóla Maður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla seinni partinn í gær. Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Innlent 30.11.2022 17:39
Rannsókn á skipulagningu hryðjuverka lokið og boltinn hjá saksóknara Rannsókn í máli tveggja manna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka er nú lokið og eru gögnin komin til saksóknara sem ákveður næstu skref og hvort ákæra verði gefin út. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og verða þar áfram í hið minnsta fram á næstu viku. Innlent 30.11.2022 16:32
Tuttugu og tvær nauðganir tilkynntar á mánuði Alls barst lögreglu 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og var því að jafnaði tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Um er að ræða 26 prósent aukningu frá því í fyrra. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar á sama tíma. Innlent 30.11.2022 14:11
Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 29.11.2022 11:03
Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. Innlent 29.11.2022 10:14
Lögregla kölluð til vegna grunsamlegs pakka í Hlíðahverfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 111 um klukkan 22 í gærkvöldi. Áverkar þolandans reyndust minniháttar en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. Innlent 29.11.2022 06:26
Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Innlent 28.11.2022 20:09