Innlent

Fimm réðust á gest veitingahúss í Kópavogi

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Kópavogi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Frá Kópavogi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Veitingahússgestur í Kópavogi hlaut áverka á höndum og fótum þegar ráðist var á hann á öðrum tímanum í nótt. Fimm manns eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um líkamsárásina klukkan 1:35 í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans.

Þá er maður í haldi lögreglunnar í Reykjavík, grunaður um líkamsárás við veitingastað í miðborginni skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglunnar fyrir rannsókn málsins í nótt. Ekki er vitað um áverka þess sem varð fyrir árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×