Orkumál

Fréttamynd

Viðgerð lokið: Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana

Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð.

Innlent
Fréttamynd

Við­gerðum loks lokið á Dal­víkur­línu

Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir ábyrgðarlausu tali í kjölfar ofsaveðurs

Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Svo segir í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir greini­lega veik­leika í kerfum sem ekki var vitað nóg um

"Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Snýst auðvitað um líf fólks í landinu“

Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Segja Orkuveituna skulda notendum milljarða króna

Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi sem nemi milljörðum króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja orkuverð hér allt of hátt

Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Risagróðurhús þyrfti orku Blönduvirkjunar

Paradise Farm þarf raforku sem samsvarar hámarksafli Blönduvirkjunar ef áform um 500 þúsund fermetra gróðurhús verða að veruleika. Talsmaður segir að leggja þyrfti í miklar fjárfestingar til að flytja raforkuna að stöðinni.

Innlent