Samgöngur

Fréttamynd

„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“

Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára.

Innlent
Fréttamynd

Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans

Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Tími til kominn

Höfuðborgarsvæðið hefur allt of lengi setið á hakanum þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Þess vegna er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórfellda uppbyggingu á næstu fimmtán árum jákvætt og löngu tímabært skref.

Skoðun
Fréttamynd

Þýtur um á raf­hlaupa­hjóli fram­hjá um­ferðar­teppunni

Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Oddvitinn í borginni sagður úti í horni

Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað.

Innlent
Fréttamynd

Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl

Innlent
Fréttamynd

Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda

Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti.

Innlent
Fréttamynd

„Útfærslan skiptir öllu máli“

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli.

Innlent
Fréttamynd

120 milljarðar í sam­göngu­fram­kvæmdir á höfuð­borgar­svæðinu næstu 15 árin

Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Laugavegurinn áfram göngugata í vetur

Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði og fer hún fyrir borgarráð á morgun, 26. september.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkt að lækka hámarkshraða í Laugardalnum

Samgöngu- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum í dag að lækka hámarkshraða á Reykjavegi og Sundlaugarvegi. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í hverfinu, greinir frá þessu í Facebook-hópnum Laugarneshverfi.

Innlent
Fréttamynd

Helstu hjólastígarnir fá nöfn

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að lykilstígar í hjólastígakerfi borgarinnar fá nöfn. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, greinir frá þessu.

Innlent