Samgöngur

Fréttamynd

Saksóknarar á hlaupahjólum

Undanfarið hafa starfsmenn embættis héraðssaksóknara sést skjótast á milli staða í miðbænum á forláta rafmagnshlaupahjólum.

Innlent
Fréttamynd

Greiðum leiðina fyrir stúdenta

Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma.

Skoðun
Fréttamynd

„Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga ef marka má nýja færslu hans á Facebook í dag, og dagskráin er þétt skipuð í dag. Hann segir að þrátt fyrir að bíllausi dagurinn sé í dag muni einhverjir sjá hann á bíl, enda sé vandkvæðum bundið að komast með fjölskylduna á þá viðburði sem þarf að sækja hér og þar.

Innlent
Fréttamynd

Flugbíllinn sem aldrei kom

Fjórar til fimm ferðir eru farnar á dag á íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er að þyngjast verulega og nauðsynlegt er að draga úr umferð. Rafhjól og önnur tæki knúin litlum mótor eru næsta byltingin í samgöngum. Sala hefur aukist mjög og er aukningin miklu meiri en í sölu á hefðbundnum reiðhjólum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“

Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda

Innlent
Fréttamynd

Vilja rýmri opnunartíma

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi borgarstjórnar í gær til að opnunartími stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar yrði gerður sveigjanlegri til þess að létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Áfengið sótt yfir lækinn

Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið.

Skoðun
Fréttamynd

Alvarlegt umferðarslys varð á Borgarfjarðarbraut

Í samtali við Vísi staðfesti Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að um mjög harðan árekstur hafi verið að ræða þar sem tveir bílar keyrðu beint framan á hvorn annan.

Innlent
Fréttamynd

Í röðinni

Á síðustu dögum og vikum hefur umferðarþunginn í Reykjavík og nærsveitum aukist til muna. Fjölmiðlar birta daglega raunasögur um Mosfellinga sem sátu í bílum sínum 1-2 klukkustundir til að komast til höfuðborgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Til reiðu búinn í París og London

Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns íeldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum.

Skoðun
Fréttamynd

Samgönguás og Borgarlína

Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Rukka lengur og meira og gjaldskylda á sunnudögum

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.

Innlent