Bókmenntir

Fréttamynd

„Heimsins furðu­legasti fiskur“ af­hentur í fjár­mála­ráðu­neytinu

„Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði.

Innlent
Fréttamynd

„Lágspennubókmenntir“

„Þetta er ekki hasarbók, þannig lagað, en ég hef kallað þetta „lágspennubókmenntir“,” segir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, spurður hvort lesendur eigi von á testósterónbombu þegar þeir opna nýjustu bók hans Synir himnasmiðs, skáldsögu um tólf karlmenn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google

Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður.

Lífið
Fréttamynd

„Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“

Eftir að hafa gefið út fjölda vinsælla matreiðslubóka undanfarin ár hefur Nanna Rögnvaldardóttir vent sínu kvæði í kross og snúið sér að skáldsögum. Nýlega kom út önnur skáldsaga hennar, Þar sem sannleikurinn sefur, og eins og sú fyrri, sem ber heitir Valskan, gerist hún á átjándu öld.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Sig­mundur Davíð er súrreal­isti"

„Það þarf ekki svo mikið til að tvístra fjölskyldu. Ef búið er að spenna upp bogann í nokkur ár er eitt lítið augnaráð eða ein lítil athugasemd nóg,“ segir Jónas Reynir Gunnarsson, rithöfundur. Nýjasta skáldsaga hans, Múffa, er áleitin saga um fjölskyldubönd, vináttu, rými og mörk, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kristni er miklu meira en menningar­leg arf­leifð

Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands segir að hún og Ragnar Jónasson hafi fengið margar áskoranir um að skrifa framhald af glæpasögunni Reykjavík. Hún segist ekki myndu geta látið myrða pólitíska andstæðinga sína í mögulegum skáldverkum og segist aðallega vera að huga að endurminningum.

Menning
Fréttamynd

Töfrandi og kynngi­magnaður kvenna­heimur opnast

Einn frumlegasti rithöfundur landsins, Kristín Ómarsdóttir, sendi nýlega frá sér sögulega skáldsögu sem ber nafnið Móðurást: Draumþing en hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Móðurást: Oddný, sem kom út á síðasta ári en fyrir hana hlaut Kristín Fjöruverðlaunin 2024.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Óvið­jafnan­leg frá­sögn frá ein­stökum höfundi

Ófeigur Sigurðsson snýr aftur með nýja og heillandi skáldsögu sem ber heitið Skrípið. Um er að ræða óviðjafnanlega frásögn sem togar Kóvid-samfélagið og samtímann sundur og saman í vel súru gríni, skarpri gagnrýni og djúphugsaðri rómantískri sýn á mátt listarinnar í kaldranalegum og öfgakenndum heimi sem blygðast sín ekki í þeim hamförum sem hann hefur kallað yfir sig.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Yrsa reykspólar fram úr Geir

Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni.

Lífið
Fréttamynd

Skáld­skapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta

Steinunn Sigurðardóttir, einn fremsti rithöfundur og skáld landsins, segir frá skáldskaparferli sínum, sjálfri sér og störfum í sérlega fróðlegri og skemmtilegri bók þar sem flakkað er fram og aftur í tíma og rúmi. Bókin, sem ber heitið Skálds saga, er fyrst og fremst lýsing á ýmsum þáttum í lífi og starfi skáldsins, aðferðum og aðstöðu við skriftir, kveikjum og innblæstri, hindrunum og hvatningu, og veitir athyglisverða innsýn í sköpunarferlið og glímuna við orðin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé ný­liði

Innan við sólarhringur er í að hulunni verði svipt af því hvaða 251 listamaður fékk náð fyrir augum úthlutunarnefnda úr þeim átta sjóðum sem veita listamannalaun. Listamönnunum sjálfum hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þó nokkrir eru með böggum hildar og ganga slyppir og snauðir á braut. Lítið heyrist í fámennari hópnum, þeim sem anda léttar og fengu þriggja til tólf mánaða blessun á umsókn sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég myndi ekki vilja fá þetta í and­litið“

Á morgun verður gefið út hverjir fá listamannalaun. Á meðan hafa hins vegar samfélagsmiðlar og fréttamiðlar tíundað að hinn og þessi hafi ekki hlotið náð fyrir augum úthlutunarnefndanna og sitt sýnist hverjum um það mat.

Lífið
Fréttamynd

„Full­kom­lega galin“ fjár­hags­leg á­kvörðun að vera rit­höfundur á Ís­landi

Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum.

Innlent