
Bókmenntir

Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta
Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir.

Ritstuldur, virðingarleysi og klúðursleg vinnubrögð
Ég var á fundi erlendis fyrir nokkrum árum þar sem meðal annars var verið að ræða um skráningu siðareglna í háskólum. Umræður á fundinum voru býsna háfleygar og allir af vilja gerðir, en eins og á öllum góðum fundum voru samræðurnar í kaffihléum meira spennandi heldur en umræðurnar í fundarsalnum. Í einu hléinu átti ég áhugavert spjall við fulltrúa frá ónefndu landi í Austur-Evrópu.

Tók þátt í óupplýstu vopnuðu ráni og notar þá reynslu í smásögu
Nýtt smásagnasafn frá Berglindi Ósk er sannarlega verk sem áhugamenn um bókmenntir ættu að gefa gaum. Um er að ræða kröftugar sögur, raunsæislegar nútímasögur og óvægnar þar sem fjallað er meðal annars um ofbeldi, glæpi, vímuefnaneyslu og hættuleg og vonlaus sambönd. Berglind Ósk segir að hún byggi á eigin reynslu, eins langt og það nær.

Hannes Þór tryggir sér Húsið eftir Stefán Mána
Framleiðslufyrirtæki Hannesar Þórs Halldórssonar hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni Húsið eftir Stefán Mána. Spennusagan kom út árið 2012.

Rithöfundurinn Hilary Mantel er látin
Breski rithöfundurinn, Lafði Hilary Mantel, er látin, sjötug að aldri. Mantel er þekkt fyrir þríleikinn sem kenndur er við Wolf Hall. Mantel varð fyrsta konan til að hljóta hin virtu Booker-bókmenntaverðlaun tvisvar.

Sigríður Th. Erlendsdóttir er látin
Sigríður Theodóra Erlendsdóttir sagnfræðingur er látin, 92 ára að aldri. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi.

Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin
Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006.

Bókmenntahátíðir eru „hæklass“ útgefendaböll
Nú er blásið til mikillar bókamessu í Gautaborg, eftir að allt slíkt hefur legið í láginni á Covid-tímum og því mikil eftirvænting meðal bókmenntafólks. Fulltrúar Íslands verða rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Krakkarnir segi hinum fullorðnu hvað þeir vilji lesa
Samtal, lýðræði og opin skoðanaskipti verða í aðalhlutverki á Fundi fólksins sem stendur yfir í dag og á morgun. Nú í hádeginu ætla krakkarnir sjálfir að segja hinum fullorðnu hvað þeir vilja lesa og af hverju áhuginn virðist dvína á unglingastigi.

Rithöfundurinn Javier Marias fallinn frá
Spænski rithöfundurinn og þýðandinn Javier Marias er látinn, sjötugur að aldri. Meðal þekktra bóka eftir Marias má nefna þríleikinn Tu rostro mañana, eða Andlit þitt á morgun, og bókina Ástir sem kom út á íslensku fyrir um tíu árum síðan.

Ættingjar fordæma útgáfu bókarinnar Elspa – saga konu
Ættingjar Elspu Sigríðar Salberg Olsen fordæma útgáfu nýrrar ævisögu hennar sem Guðrún Frímannsdóttir félagsráðgjafi skráði.

Hverfur í Viðey í ágúst árið 1956
Reykjavík – glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson rithöfund kemur út þann 25. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veröld bókaútgáfu.

Hryllingshöfundurinn Peter Straub er látinn
Bandaríski hryllingshöfundurinn Peter Straub er látinn, 79 ára að aldri.

Mörg járn í eldinum og rauði dregillinn með Jason Momoa
Stórstjarnan Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk Helgu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu þar sem hún leikur á móti Þorvaldi Davíð og Anítu Briem. Hún fer einnig með hlutverk í þáttunum „See“ frá streymisveitunni Apple TV+ þar sem hún leikur meðal annars á móti Jason Momoa.

Útgáfuhóf forsetans fór fram í Sjóminjasafninu
Sögufélag hefur nú gefið út bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing og forseta Íslands.

Verður barnið þitt jarðfjarkönnuður?
Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur.

„Þeir lögðust allavega ekki „í bónda““
Einar Kárason rithöfundur, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga.

Margt sem ekki rímar við ævisögu Jóns eldklerks í nýrri bók
Andi Jóns Steingrímssonar eldklerks sveif yfir vötnum í Gunnarshúsi á fimmtudagskvöld síðastliðið. Húsfylli af söguþyrstu fólki var mætt þar á útgáfuhóf ungs sagnfræðings, Jóns Kristins Einarssonar, sem kynnti nýja bók í útgáfu Sögufélagsins: Jón Steingrímsson og Skaftáreldar. Þar vinnur Jón Kristinn upp úr samtímaheimildum frá 18. öld til að varpa nýju ljósi á svaðilför Jóns eldklerks og neyðarhjálp danskra stjórnvalda í kjölfar hamfaranna.

Eiríkur Guðmundsson borinn til grafar í dag
Menningargeirinn syrgir nú einn sinn allra besta mann. Fjölmiðlar verða ekki samir eftir fráfall Eiríks Guðmundsonar; menningarumfjöllun almennt verður það ekki heldur né sjálfur skáldskapurinn. Ekki verður betur skilið á fjölda minningargreina sem birtast bæði í Morgunblaðinu í dag og á samfélagsmiðlum.

Andrej Kúrkov hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness
Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár og mun hann koma til Íslands þann 7. september til að veita þeim viðtöku.

Erfitt tekjuár fyrir listamenn í Covid
Árið 2021 var mikið Covid ár og lítið um stórar samkomur, svo sem tónleika eða útihátíðir. Hafði þetta veruleg áhrif á tekjur margra listamanna. Tekjuhæsti listamaðurinn sem launþegi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Steinþór Birgisson, kvikmyndaklippari, en hann var með 2.051.000 krónur á mánuði.

Höfundur Hestahvíslarans fallinn frá
Enski rithöfundurinn Nicholas Evans, sem þekktastur er fyrir að hafa ritað skáldsöguna um Hestahvíslarann, er látinn, 72 ára að aldri.

Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar
Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata.

Frestunarárátta og ofhugsun víkja úr vegi
Fjölhæfu listakonurnar Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir halda uppi vinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal í fjórar vikur þar sem þær vinna að bókverki. Þar hafa þær komið fyrir einföldu prentverkstæði og vinna að fjölfeldi einnar opnu á dag. Vinnustofan, sem nefnist Prenta bók, er opin öllum þar sem gestir geta haft áhrif á framvindu verksins með því að skrá hugtök og hugleiðingar í gestabók.

Höfundur Snjókarlsins látinn
Breski teiknarinn Raymond Briggs, þekktastur fyrir að hafa skrifað barnabókina Snjókarlinn, er látinn 88 ára að aldri.

Eiríkur Guðmundsson látinn
Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík.

Skáldskapur um hinsegin líf og reynslu sé pólítísk aðgerð
Lektor í íslenskum samtímabókmenntum við Háskóla Íslands fagnar þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið á útgáfu hinsegin bókmennta en segist óttast afturför í þeim efnum. Hún segir skerðingu tjáningarfrelsis hinsegin fólks hafa áhrif á skáldverk.

Vandræði á EM sigraði smásagnakeppnina
Lestrarátakinu „Tími til að lesa“ lauk í kvöld og var það hin ellefu ára Edda Björg Einarsdóttir sem sigraði keppnina með sögunni „Vandræði á EM.“

Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir
Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum.

Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein
Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð.