Jól

Fréttamynd

Dýr­mætasta gjöfin

Nú styttist í að aðventan hefjist og að jólamánuðurinn gangi í garð. Mánuður sem margir bíða eftir með eftirvæntingu en hjá öðrum stækkar kvíðahnúturinn í maganum smám saman eftir því sem nær dregur jólum.

Skoðun
Fréttamynd

Oslóar­tréð fellt í Heið­mörk

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það.

Innlent
Fréttamynd

Badmintongoðsögn hannar jólakort

Nýtt jólakort eftir Elsu Nielsen er komið í sölu hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Nýja kortið, Júlaknús, er það þriðja og síðasta í jólakortaseríu sem Elsa hannaði fyrir SOS og gaf samtökunum í þágu góðs málefnis. Elsa hannaði einnig jólakort SOS síðastliðinn tvö ár, Jólahjarta og Jólaskór, og seldust þau upp en eru nú fáanleg aftur.

Lífið
Fréttamynd

Margir komnir með jólarjúpur í hús

Rjúpnaveiðar virðast ganga ágætlega þrátt fyrir að veiðidagurinn hafi verið styttur á þann veg að aðeins megi ganga frá hádegi á leyfðum veiðidögum.

Veiði
Fréttamynd

Uggandi yfir tak­mörkunum en stefna á notkun hrað­prófa

Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana.

Menning
Fréttamynd

Ætlar ekki að eyða jólunum ein

Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn.

Lífið
Fréttamynd

Jólastöðin er komin í loftið

Jólabörn landsins geta glaðst yfir því að Jólastöð LéttBylgjunnar er komin í loftið. Líkt og á hverju ári breytist LéttBylgjan 96,7 í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalögin hljóma allan sólarhringinn.

Jól
Fréttamynd

Jóla­bjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra

Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi.

Innlent