Norðvesturkjördæmi „Lestarslys í slow motion“ Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins? Innlent 21.12.2021 07:01 Ný ríkisstjórn á morgun eða hinn Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir flytji stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi á miðvikudag. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar verður annað hvort kynntur á morgun eða á sunnudag. Innlent 26.11.2021 12:01 Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Innlent 26.11.2021 11:52 Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 26.11.2021 11:08 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. Innlent 25.11.2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Innlent 25.11.2021 10:52 Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. Innlent 24.11.2021 18:31 Jón Þór kærir Inga Tryggvason til lögreglu Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður framboðslista Pírata í nýafstöðnum kosningum til Alþingis, hefur kært Inga Tryggvason, oddvita yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, til lögreglu. Þetta kemur fram í pistli sem Jón Þór birtir á Vísi sem kærir Inga fyrir mögulegt kosningasvindl. Innlent 24.11.2021 13:09 Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. Innlent 23.11.2021 21:33 Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. Innlent 23.11.2021 20:00 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. Innlent 23.11.2021 16:07 Bein útsending: Rætt við þingmenn í kjörbréfanefnd Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Innlent 23.11.2021 14:39 Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins mynda meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd Búist er við að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins myndi meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd um að leggja til að niðurstaða seinni talningar í kosningunum í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Stjórnarflokkarnir verða því ekki samferða í málinu. Innlent 23.11.2021 11:47 Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. Innlent 22.11.2021 22:01 Varaþingmaður VG í Norðvestur: „Er nokkuð annað en uppkosning í boði?“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, vill að Alþingi velji þá leið að halda uppkosningu í kjördæminu. Hún segir traust á framkvæmd kosninga verða að vera hafna yfir allan vafa. Innlent 21.11.2021 22:07 Þingmenn sendir í hraðpróf Þeim tilmælum hefur verið beint til allra sem verða viðstaddir þegar nýtt þing kemur saman í fyrsta sinn á þriðjudaginn að fara í hraðpróf við kórónuveirunni. Um er að ræða ráðstöfun sem ætlað er að koma í veg fyrir að hópsmit komi upp á Alþingi. Innlent 20.11.2021 09:07 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Innlent 18.11.2021 22:22 Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur að tveimur tillögum Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur í sameiningu að gerð tveggja tillagna til Alþingis um hvernig skuli afgreiða kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Önnur færir rök fyrir því að útgefin kjörbréf verði samþykkt og hin ekki, sem hefði í för með sér að boðað yrði til uppkosningar í kjördæminu. Innlent 18.11.2021 11:11 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. Innlent 16.11.2021 13:17 Reiknar með að þing komi saman í næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku. Innlent 15.11.2021 18:32 Telur líklegast að útgefin kjörbréf verði staðfest Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst telur ekki líklegt að ráðist verði í uppkosningu þrátt fyrir kosningalagabrot í Norðvesturkjördæmi. Innlent 14.11.2021 15:24 Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. Innlent 12.11.2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. Innlent 11.11.2021 19:20 Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Innlent 10.11.2021 19:31 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. Innlent 9.11.2021 18:58 Sex vikur frá kosningum og til umræðu að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes Möguleikinn á annarri vettvangsferð til Borgarness til að rannsaka flokkun kjörseðlanna enn betur er nú til umræðu á fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Ákvörðunar um hana má vænta þegar fundinum lýkur seinni partinn í dag. Innlent 9.11.2021 12:06 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. Innlent 5.11.2021 20:01 Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengju nýja þingmenn á kostnað Framsóknar og Pírata Samfylkingin fengi kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi á kostnað þriðja þingmanns Framsóknarflokksins í kjördæminu ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig uppbótarþingmanni. Innlent 5.11.2021 19:32 Segir ekki stórmál þó að kjörkassar utankjörfundaratkvæða hafi ekki verið innsiglaðir Formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa segir að nefndin hafi kannað í hvaða kjördæmum utankjörfundaratkvæði hafi ekki verið innsigluð. Hvert utankjörfundaratkvæði sé í umslagi og því skipti öllu að umbúnaðurinn sé góður. Ótímabært sé að segja til um hvenær nefndin lýkur störfum. Innlent 2.11.2021 13:00 „Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar“ Dósent í stjórnsýslurétti segir að það verði að vera ljóst að ágalli á meðferð kjörgagna hafi raunverulega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, ef hrófla eigi við niðurstöðunni. Innlent 31.10.2021 13:29 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 8 ›
„Lestarslys í slow motion“ Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins? Innlent 21.12.2021 07:01
Ný ríkisstjórn á morgun eða hinn Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir flytji stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi á miðvikudag. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar verður annað hvort kynntur á morgun eða á sunnudag. Innlent 26.11.2021 12:01
Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Innlent 26.11.2021 11:52
Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 26.11.2021 11:08
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. Innlent 25.11.2021 12:01
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Innlent 25.11.2021 10:52
Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. Innlent 24.11.2021 18:31
Jón Þór kærir Inga Tryggvason til lögreglu Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður framboðslista Pírata í nýafstöðnum kosningum til Alþingis, hefur kært Inga Tryggvason, oddvita yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, til lögreglu. Þetta kemur fram í pistli sem Jón Þór birtir á Vísi sem kærir Inga fyrir mögulegt kosningasvindl. Innlent 24.11.2021 13:09
Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. Innlent 23.11.2021 21:33
Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. Innlent 23.11.2021 20:00
Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. Innlent 23.11.2021 16:07
Bein útsending: Rætt við þingmenn í kjörbréfanefnd Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Innlent 23.11.2021 14:39
Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins mynda meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd Búist er við að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins myndi meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd um að leggja til að niðurstaða seinni talningar í kosningunum í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Stjórnarflokkarnir verða því ekki samferða í málinu. Innlent 23.11.2021 11:47
Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. Innlent 22.11.2021 22:01
Varaþingmaður VG í Norðvestur: „Er nokkuð annað en uppkosning í boði?“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, vill að Alþingi velji þá leið að halda uppkosningu í kjördæminu. Hún segir traust á framkvæmd kosninga verða að vera hafna yfir allan vafa. Innlent 21.11.2021 22:07
Þingmenn sendir í hraðpróf Þeim tilmælum hefur verið beint til allra sem verða viðstaddir þegar nýtt þing kemur saman í fyrsta sinn á þriðjudaginn að fara í hraðpróf við kórónuveirunni. Um er að ræða ráðstöfun sem ætlað er að koma í veg fyrir að hópsmit komi upp á Alþingi. Innlent 20.11.2021 09:07
Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Innlent 18.11.2021 22:22
Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur að tveimur tillögum Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur í sameiningu að gerð tveggja tillagna til Alþingis um hvernig skuli afgreiða kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Önnur færir rök fyrir því að útgefin kjörbréf verði samþykkt og hin ekki, sem hefði í för með sér að boðað yrði til uppkosningar í kjördæminu. Innlent 18.11.2021 11:11
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. Innlent 16.11.2021 13:17
Reiknar með að þing komi saman í næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku. Innlent 15.11.2021 18:32
Telur líklegast að útgefin kjörbréf verði staðfest Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst telur ekki líklegt að ráðist verði í uppkosningu þrátt fyrir kosningalagabrot í Norðvesturkjördæmi. Innlent 14.11.2021 15:24
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. Innlent 12.11.2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. Innlent 11.11.2021 19:20
Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Innlent 10.11.2021 19:31
Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. Innlent 9.11.2021 18:58
Sex vikur frá kosningum og til umræðu að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes Möguleikinn á annarri vettvangsferð til Borgarness til að rannsaka flokkun kjörseðlanna enn betur er nú til umræðu á fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Ákvörðunar um hana má vænta þegar fundinum lýkur seinni partinn í dag. Innlent 9.11.2021 12:06
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. Innlent 5.11.2021 20:01
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengju nýja þingmenn á kostnað Framsóknar og Pírata Samfylkingin fengi kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi á kostnað þriðja þingmanns Framsóknarflokksins í kjördæminu ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig uppbótarþingmanni. Innlent 5.11.2021 19:32
Segir ekki stórmál þó að kjörkassar utankjörfundaratkvæða hafi ekki verið innsiglaðir Formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa segir að nefndin hafi kannað í hvaða kjördæmum utankjörfundaratkvæði hafi ekki verið innsigluð. Hvert utankjörfundaratkvæði sé í umslagi og því skipti öllu að umbúnaðurinn sé góður. Ótímabært sé að segja til um hvenær nefndin lýkur störfum. Innlent 2.11.2021 13:00
„Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar“ Dósent í stjórnsýslurétti segir að það verði að vera ljóst að ágalli á meðferð kjörgagna hafi raunverulega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, ef hrófla eigi við niðurstöðunni. Innlent 31.10.2021 13:29