Skroll-Lífið Dúndur partý fyrir barnafólk Útgáfupartý Foreldrahandbókarinnar sem Þóra Sigurðardóttir skrifaði var haldið í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi í gærkvöldi. Á myndunum má sjá gesti og í meðfylgjandi myndskeiði segir Þóra okkur frá innihaldi bókarinnar og hvernig henni gengur að takast á við móðurhlutverkið en hún eignaðist sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum. „Já maður sefur minna. Að eiga eitt barn er bara sætt og lítið hobbý..." segir Þóra meðal annars þegar talið berst að því hvort munur sé á að eiga eitt eða tvö börn. Lífið 15.10.2010 10:53 Eftirpartý Óróa Meðfylgjandi myndir voru teknar í eftirpartý kvikmyndarinnar Óróa í leikstjórn Baldvins Z eftir frumsýninguna sem fram fór í gærkvöldi. Myndin er byggð á unglingabókum Ingibjargar Reynisdóttur, Strákarnir með strípurnar og Rótleysi, rokk og rómantík, sem hafa notið mikilla vinsælda. Ingibjörg sem sjá má á myndu ásamt leikurum og vinum og vandamönnum er handritshöfundur Óróa ásamt Baldvini. Hún fer einnig með hlutverk í myndinni. Lífið 15.10.2010 08:31 Hótel Borg áttræð Hótel Borg hélt hátíðlega upp á áttræðisafmæli hótelsins á dögunum. Herbergin og svíturnar á hótelinu voru opnar afmælisgestum og haustmatseðillinn sem var með norrænu ívafi var kynntur. Lífið 11.10.2010 16:39 Stelpurnar í Ungfrú Samúel Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru af stúlkunum sem keppa í fyrirsætukeppninni Ungfrú Samúel sem fram fer... Þá má sjá Erp Eyvindarson og Friðrik Dór skemmta sér og öðrum á 800 Bar á Selfossi. Myndirnar tók Sveinbi ljósmyndari superman.is. Lífið 11.10.2010 09:47 Frumsýning Buddy Holly Söngleikurinn Buddy Holly var frumsýndur við mikil fagnaðarlæti gesta í Austurbæ í gærkvöldi. Ingólfur Þórarinsson, best þekktur sem Ingó Veðurguð, fer með aðalhlutverkið, ásamt fjölda hæfileikaríkra söngvara og leikara. Vísir var á staðnum og myndaði prúðbúna gesti fyrir sýningu. Lífið 8.10.2010 08:39 Fögnuðu Fítonblaði Hið árlega Fítonblað kom út fyrir helgi. Af því tilefni gerði markaðsfólk sér glaðan dag og skálaði í nokkrum svellköldum. Lífið 5.10.2010 21:02 Fékk menningarsjokk í Kína Fegurðardrottningin Sylvía Briem Friðjóns er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í keppni sem ber yfirskriftina Miss Tourism. 87 stúlkur frá öllu heimsálfum tóku þátt en það var ungfrú Suður Kórea bar sigur úr bítum. Lífið 5.10.2010 14:57 Brim frumsýnd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, lauk um helgina þegar ný íslensk kvikmynd, Brim, var frumsýnd. Kvikmyndin Brim segir frá því þegar ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger og samheldinn hópur karla. Smám saman kemur í ljós að plássið sem hún fékk losnaði vegna hörmulegra atburða og vera hennar um borð fer illa í áhöfnina. Eins og meðfylgjandi myndir, sem Thorgeir.com tók, sýna stilltu frumsýningargestir sér upp á rauða dreglinum í anddyri Háskólabíós. Lífið 4.10.2010 14:03 Ber bleiku slaufuna með stolti Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Lífið 1.10.2010 10:06 Gillz hannar símaskrána Já og Egill „Gillz“ Einarsson skrifuðu í dag undir samkomulag um að Egill verði meðhöfundur Símaskrárinnar 2011, sem mun koma út í maí á næsta ári. Í samningnum felst að Egill muni hafa umsjón með bæði forsíðu og baksíðu Símaskrárinnar auk þess að taka þátt í öðrum efnistökum bókarinnar. Bókasamningarnir gerast varla stærri en þessi, því með honum tryggir Egill sér dreifingu í 150.000 eintökum. Símaskráin er stærsta einstaka bókaútgáfa hvers árs og sýna kannanir að hún berst inn á meirihluta heimila á landinu og er notuð af langstærstum hluta landsmanna. Umsókn Egils um aðgang að Rithöfundasambandinu hefur verið nokkuð í fjölmiðlum síðustu daga og má búast við að þessi nýjasti samningur styrki umsóknina umtalsvert, enda ekki algengt að rithöfundar fái svo umfangsmikla dreifingu. „Ég fékk hroll í síðustu viku þegar það kom í fréttunum að Íslendingar væru með feitustu þjóðum í heimi. Þetta gengur ekki lengur og ég lít á það sem persónulegt verkefni mitt að gera eitthvað í þessu. Ég þarf að ná til allra og hvar er það hægt annars staðar en í Símaskránni – þar sem allir Íslendingar eru? Þetta er feitasti bókasamningurinn á markaðnum, en það er líka eina fitan sem ég vil sjá. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að koma íslensku þjóðinni á lappirnar og kominn tími til,“ segir Egill Einarsson. Lífið 30.9.2010 17:12 Hefur fyrir því að rækta kroppinn Á meðfylgjandi myndum má sjá Victoria's Secret fyrirsætuna Doutzen Kroes, sem dregur úr fæðu sem inniheldur kolvetni og drekkur mikið af heilsudjús áður en hún situr fyrir eða gengur léttklædd um sýningarpallana. Lífið 29.9.2010 17:19 Opnunarhátíð RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival hófst hátíðlega í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Meðfylgjandi myndir, sem ljósmyndarinn Thorgeir.com tók í opnunarhófinu, sýna líflega stemningu sem ríkti á meðal boðsgesta. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar Riff.is. Lífið 24.9.2010 10:57 Karl Berndsen fagnar Í gær fagnaði Karl Berndsen áframhaldandi sigurgöngu sjónvarpsþáttarins Nýju útliti sem sýndur er á Skjá einum í húsakynnum Beauty Barsins, sem er hárgreiðslustofa Karls, staðsett í turninum við Höfðatorg í Borgartúni. Ég fór að velta fyrir mér að ég yrði að þróast og þar sem að ég er ljón þá vildi ég náttúrulega hafa vit á öllu og ég hugsaði með mér ókei ég er með hárið á hreinu og meik upið svona ágætlega á hreinu. Ég vill vita meira um vaxtarlag kvenna," sagði Karl áður en hann sýndi gestum hvernig hann hefur skilgreint og flokkað vaxtarlag kvenna sem hann vinnur út frá í nýju útliti á auðveldan og jákvæðan máta. Á fyrstu myndinni í meðfylgjandi myndasafni má sjá hvernig Karl hefur skilgreint vaxtalag kvenna á fimm mismunandi vegu. Lífið 22.9.2010 07:51 Opnun á Bíó Paradís Bíó Paradís var opnað með pompi og prakt fyrr í kvöld. Þar mættu fjölmargir gestir spenntir að sjá nýja kvikmyndahúsið, sem og opnunarmyndina Backyard eftir Árna Sveinsson, sem var afar vel tekið. Lífið 15.9.2010 22:19 Hollywoodkynslóðin hittist Meðfylgjandi myndir voru teknar á skemmtistaðnum Broadway um helgina þegar Hollywoodkynslóðin svokallaða rifjaði upp skemmtilega tíma. Ljósmyndarinn Thorgeir.com náði að fanga gleðina sem ríkti á meðal gesta staðarins. Lífið 14.9.2010 10:52 Troðfullt á súlukeppni Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslandmeistaramótinu í Súluformi sem fram fór Re-Play Sportbar um helgina. „Keppnin gekk afskaplega vel. Stelpurnar sýndu atriðin sín sem voru ekkert smá flott. Húsið var troðið og mögnuð stemming," svaraði Inga Dungal framkvæmdastjóri keppninnar spurð hvernig til tókst. Sólveig Steinunn Pálsdóttir sigraði en hana sjá hér (youtube) og Eva Rut Hjaltadóttir landaði öðru sætinu eins og sjá má hér (youtube). Myndirnar tók Sveinbi ljósmyndari hjá Súperman.is. Lífið 13.9.2010 09:42 Íslendingur vinnur náið með Angelinu Jón Björvinsson starfar sem kvikmyndatökumaður og ljósmyndari um allan heim meðal annars á vegum Flóttamannastofnunarinnar. Hann starfar náið með leikkonunni Angelinu Jolie eins og sjá má Innlent 11.9.2010 07:08 Fastur gestalisti á P Bar Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýjum bar sem er staðsettur þar sem Austurstræti og Pósthússtræti mætast. Barinn ber heitið P Bar og það sem vekur athygli er að aldurstakmarkið er 25 ár. Staðurinn er lítill og kósý og þar hefur undanfarnar vikur myndast eftirsóknarvert andrúmsloft," svarar Daddi diskó, sem er plötusnúður, spurður út í nýja staðinn. P Bar höfðar mjög sterkt til þeirra sem gera kröfur um góða þjónustu, þægilegt andrúmsloft og vilja gera vel við sig. Staðurinn opnar snemma og við byrjum að spila um tíu leitið skemmtilega kokteiltónlist en um miðnættið er það púkatónlistin sem ræður ríkjum og þá getur allt gerst. Þetta hefur mælst gríðarlega vel fyrir og gestir hafa lýst yfir ánægju með það að loks sé í boði staður af þessu tagi í miðbænum," segir Daddi. Útgangspunkturinn er gott partý meðal vina," bætir hann við. Við erum með fastan gestalista líkt og ég kom á á Thorvaldsen bar í denn enda leggjum við áherslu á að mæta kröfum okkar viðskiptavina um persónulega þjónustu og persónuleg samskipti. P Bar notar Facebook til að halda utan um þann hóp sem er á föstum gestalista hér. Lífið 10.9.2010 14:22 Stjörnukokkur fagnar bókaútgáfu Hrefna Rósa Sætran sjónvarpskokkur og veitingahúsaeigandi fagnaði í kvöld útgáfu bókarinnar Fiskmarkaðurinn sem bókaforlagið Salka gefur út. Bókin hefur að geyma uppáhaldsrétti Hrefnu sem hún framreiðir á veitingahúsinu hennar sem ber einmitt sama nafn og bókin. Eins og meðfylgjandi myndir sýna mætti fjöldi fólks til að fagna með Hrefnu. Lífið 9.9.2010 18:30 Brosmild í bröns Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól þegar yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson bauð gestum í hádegisverð sem hann ásamt starfsfólki sínu býður upp á alla sunnudaga. Þá má sjá Björn Leifsson og Hafdísi Jónsdóttur eigendur World Class ásamt börnum þeirra, Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, Jóhannes Ásbjörnsson fjölmiðlamann í fylgd dóttur sinnar, Siggu Lund fjölmiðlakonu ásamt félaga og Björn Braga ritstjóra Monitor. Hér má sjá yfirkokkinn sýna okkur herlegheitin. Lífið 7.9.2010 10:56 Rauðar varir áberandi Við litum við á kynningu á nýrri snyrtivörulínu, Hello Kitty, sem var að koma til landsins í gærkvöldi. Fjöldi kvenna var þar saman kominn eins og meðfylgjandi myndir sýna. Það eru mikið úrval af litum í augnsguggum, glossum, varalitum og naglalökkum og svo erum við einnig með ótrúlega flott úrval af augnblýöntum," svaraði Eva Garðarsdóttir Kristmanns hjá Artica heildsölunni þegar við spurðum hana út í Hello Kitty snyrtivörulínuna. Haustlitirnir í ár eru frekar grá-brún tóna litir, svo og dempaðir litir eins og plómu og dökk grænn. Einnig eru rauðar varir áberandi og ekki má gleyma eyeliner," sagði hún jafnframt. Eru Hello Kitty snyrtivörur fyrir bönr? Nei alls ekki, þó að markhópurinn sé 15-35 ára þá eru þarna vörur fyrir alla aldurshópa. Lífið 7.9.2010 09:56 Rosalegt stjörnupartí Stöðvar 2 Það var mikið um dýrðir í Hafnarhúsinu á föstudaginn. Þá blés Stöð 2 í kynningarlúðrana og svipti hulunni af glæsilegri haustdagskrá sinni. Lífið 6.9.2010 21:38 Vörubílstjóri sigraði fatahönnunarkeppni Jóhanna Eva Gunnarsdóttir ,sem starfar sem vörubílstjóri, sigraði Martini fatahönnunarkeppni sem haldin var í gærkvöldi á vegum Iceland Fashion Week á veitingastaðnum Spot sem hafði verið breytt í sýningarsal. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt," sagði Jóhanna í viðtali við Fréttablaðið. Keppendur ásamt Jóhönnu Evu voru Kristín Rut Ómarsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Krstín Sunna Sveinsdóttir. Eins og meðfylgjandi myndir sem Thorgeir.com tók af sýningarstúlkum, keppendum og gestum í gærkvöldi var stemningin gríðarlega góð. Lífið 3.9.2010 13:47 Opið hús í Borgarleikhúsinu Eins og meðfylgjandi myndir sýna var gríðarlega góð stemning í Borgarleikhúsinu í gær en þar var opið hús fyrir gesti og gangandi. Boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá og starfsfólk Borgarleikhússins bakaði á staðnum fyrir alla sem vildu dýrindis vöfflur sem bornar voru fram með sultu og rjóma. Lífið 30.8.2010 09:42 Þetta fá Emmy stjörnurnar sent frá Íslandi Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi Gyðju Collections, er ein af útvöldum sem boðið var að vera með sérstaka gjafapakka handa stjörnum Emmy-verðlaunanna í ár. Eins og fram kom í Fréttablðinu varð Sigrún Lilja hissa en ánægð þegar henni bauðst að taka þátt og segir þetta merki um það að Gyðja Collection sé að vekja athygli vestan hafs. Um er að ræða gríðarlega góða kynningu fyrir merki Sigrúnar Lilju þar sem fjölmiðlar veita því mikla athygli hvaða merki eru valin hvert ár. Lífið 25.8.2010 15:56 Nína Dögg sýnir leikmynd Hamskipta Hin rómaða sýning Vesturports á Hamskiptunum snýr nú aftur í Þjóðleikhúsið, en einungis verða örfáar sýningar á verkinu nú. Hamskiptin var frumsýnd í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London fyrir tveimur árum og hlaut þá tilnefningu til Evening Standard verðlaunanna. Í kjölfarið var sýningin endurfrumsýnd í nýrri íslenskri gerð hér Þjóðleikhúsinu. Hætta þurfti sýningum fyrir fullu húsi, og í lok leikárs hlutu Hamskiptin Grímuverðlaunin sem leiksýning ársins. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona okkur leikmynd verksins og segir okkur meðal annars frá því að sýningin hefur ferðast víða um heim og fengið frábærar viðtökur. Eftir sýningar í Þjóðleikhúsinu nú tekur við sýningartímabil í BAM leikhúsinu í New York. Lífið 24.8.2010 14:32 Stuð á Sálinni Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns spilaði á skemmtistaðnum NASA á menningarnótt í samstarfi við Beefeater. Sálarmenn kunna að halda uppi stemmingu eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Thorgeir.com tók. Lífið 23.8.2010 11:28 Bíósýning fyrir vöðvatröll „Allir kjötuðustu menn á Íslandi munu mæta á þessa sýningu. Það er ekki eitt vöðvafjall sem verður heima hjá sér á föstudaginn," sagði Egill „Þykki" Einarsson í viðtali við Fréttablaðið í vikunni sem leið. Það voru orð að sönnu eins og meðfylgjandi myndskeið sem sýnt var í Íslandi í dag í kvöld sýnir þar sem konur og menn gerðu tilraun til að lyfta 100 kílóum fyrir það eitt að fá fría miða á hasarmyndina The Expendables, sem skartar jöxlum á borð við Sylvester Stallone, Bruce Willis, Jet Li, Mickey Rourke og Jason Statham. Lífið 13.8.2010 19:46 Þetta lið kann sko að skemmta sér Stærsta Gaypride ballið hingað til var haldið á NASA á laugardaginn var. Eins og myndirnar sýna var Páll Óskar í essinu sínu eftir frábæran dag þar sem hann sló svo sannarlega í gegn syngjandi glaður í Gay Pride göngunni. Lífið 10.8.2010 09:47 Solla flytur inn gúrú - myndband Í myndskeiðinu sem við tókum í hádeginu má sjá viðtal við Sólveigu Eiríksdóttur og David Wolf sem hefur síðasta áratug sérhæft sig á sviði hráfæðis, ofurfæðis, jurta og kakóbauna sem hanns egir vera kraftaverki líkast. David mun fara náið í uppgvötanir sínar á mataræði með ofurfæði og athuganir á fæði sem eykur líkurnar á langlífi á veitingastaðnum Gló í kvöld. Lífið 23.7.2010 13:11 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 30 ›
Dúndur partý fyrir barnafólk Útgáfupartý Foreldrahandbókarinnar sem Þóra Sigurðardóttir skrifaði var haldið í bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi í gærkvöldi. Á myndunum má sjá gesti og í meðfylgjandi myndskeiði segir Þóra okkur frá innihaldi bókarinnar og hvernig henni gengur að takast á við móðurhlutverkið en hún eignaðist sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum. „Já maður sefur minna. Að eiga eitt barn er bara sætt og lítið hobbý..." segir Þóra meðal annars þegar talið berst að því hvort munur sé á að eiga eitt eða tvö börn. Lífið 15.10.2010 10:53
Eftirpartý Óróa Meðfylgjandi myndir voru teknar í eftirpartý kvikmyndarinnar Óróa í leikstjórn Baldvins Z eftir frumsýninguna sem fram fór í gærkvöldi. Myndin er byggð á unglingabókum Ingibjargar Reynisdóttur, Strákarnir með strípurnar og Rótleysi, rokk og rómantík, sem hafa notið mikilla vinsælda. Ingibjörg sem sjá má á myndu ásamt leikurum og vinum og vandamönnum er handritshöfundur Óróa ásamt Baldvini. Hún fer einnig með hlutverk í myndinni. Lífið 15.10.2010 08:31
Hótel Borg áttræð Hótel Borg hélt hátíðlega upp á áttræðisafmæli hótelsins á dögunum. Herbergin og svíturnar á hótelinu voru opnar afmælisgestum og haustmatseðillinn sem var með norrænu ívafi var kynntur. Lífið 11.10.2010 16:39
Stelpurnar í Ungfrú Samúel Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru af stúlkunum sem keppa í fyrirsætukeppninni Ungfrú Samúel sem fram fer... Þá má sjá Erp Eyvindarson og Friðrik Dór skemmta sér og öðrum á 800 Bar á Selfossi. Myndirnar tók Sveinbi ljósmyndari superman.is. Lífið 11.10.2010 09:47
Frumsýning Buddy Holly Söngleikurinn Buddy Holly var frumsýndur við mikil fagnaðarlæti gesta í Austurbæ í gærkvöldi. Ingólfur Þórarinsson, best þekktur sem Ingó Veðurguð, fer með aðalhlutverkið, ásamt fjölda hæfileikaríkra söngvara og leikara. Vísir var á staðnum og myndaði prúðbúna gesti fyrir sýningu. Lífið 8.10.2010 08:39
Fögnuðu Fítonblaði Hið árlega Fítonblað kom út fyrir helgi. Af því tilefni gerði markaðsfólk sér glaðan dag og skálaði í nokkrum svellköldum. Lífið 5.10.2010 21:02
Fékk menningarsjokk í Kína Fegurðardrottningin Sylvía Briem Friðjóns er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í keppni sem ber yfirskriftina Miss Tourism. 87 stúlkur frá öllu heimsálfum tóku þátt en það var ungfrú Suður Kórea bar sigur úr bítum. Lífið 5.10.2010 14:57
Brim frumsýnd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, lauk um helgina þegar ný íslensk kvikmynd, Brim, var frumsýnd. Kvikmyndin Brim segir frá því þegar ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát þar sem fyrir er harðger og samheldinn hópur karla. Smám saman kemur í ljós að plássið sem hún fékk losnaði vegna hörmulegra atburða og vera hennar um borð fer illa í áhöfnina. Eins og meðfylgjandi myndir, sem Thorgeir.com tók, sýna stilltu frumsýningargestir sér upp á rauða dreglinum í anddyri Háskólabíós. Lífið 4.10.2010 14:03
Ber bleiku slaufuna með stolti Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Lífið 1.10.2010 10:06
Gillz hannar símaskrána Já og Egill „Gillz“ Einarsson skrifuðu í dag undir samkomulag um að Egill verði meðhöfundur Símaskrárinnar 2011, sem mun koma út í maí á næsta ári. Í samningnum felst að Egill muni hafa umsjón með bæði forsíðu og baksíðu Símaskrárinnar auk þess að taka þátt í öðrum efnistökum bókarinnar. Bókasamningarnir gerast varla stærri en þessi, því með honum tryggir Egill sér dreifingu í 150.000 eintökum. Símaskráin er stærsta einstaka bókaútgáfa hvers árs og sýna kannanir að hún berst inn á meirihluta heimila á landinu og er notuð af langstærstum hluta landsmanna. Umsókn Egils um aðgang að Rithöfundasambandinu hefur verið nokkuð í fjölmiðlum síðustu daga og má búast við að þessi nýjasti samningur styrki umsóknina umtalsvert, enda ekki algengt að rithöfundar fái svo umfangsmikla dreifingu. „Ég fékk hroll í síðustu viku þegar það kom í fréttunum að Íslendingar væru með feitustu þjóðum í heimi. Þetta gengur ekki lengur og ég lít á það sem persónulegt verkefni mitt að gera eitthvað í þessu. Ég þarf að ná til allra og hvar er það hægt annars staðar en í Símaskránni – þar sem allir Íslendingar eru? Þetta er feitasti bókasamningurinn á markaðnum, en það er líka eina fitan sem ég vil sjá. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að koma íslensku þjóðinni á lappirnar og kominn tími til,“ segir Egill Einarsson. Lífið 30.9.2010 17:12
Hefur fyrir því að rækta kroppinn Á meðfylgjandi myndum má sjá Victoria's Secret fyrirsætuna Doutzen Kroes, sem dregur úr fæðu sem inniheldur kolvetni og drekkur mikið af heilsudjús áður en hún situr fyrir eða gengur léttklædd um sýningarpallana. Lífið 29.9.2010 17:19
Opnunarhátíð RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival hófst hátíðlega í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Meðfylgjandi myndir, sem ljósmyndarinn Thorgeir.com tók í opnunarhófinu, sýna líflega stemningu sem ríkti á meðal boðsgesta. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar Riff.is. Lífið 24.9.2010 10:57
Karl Berndsen fagnar Í gær fagnaði Karl Berndsen áframhaldandi sigurgöngu sjónvarpsþáttarins Nýju útliti sem sýndur er á Skjá einum í húsakynnum Beauty Barsins, sem er hárgreiðslustofa Karls, staðsett í turninum við Höfðatorg í Borgartúni. Ég fór að velta fyrir mér að ég yrði að þróast og þar sem að ég er ljón þá vildi ég náttúrulega hafa vit á öllu og ég hugsaði með mér ókei ég er með hárið á hreinu og meik upið svona ágætlega á hreinu. Ég vill vita meira um vaxtarlag kvenna," sagði Karl áður en hann sýndi gestum hvernig hann hefur skilgreint og flokkað vaxtarlag kvenna sem hann vinnur út frá í nýju útliti á auðveldan og jákvæðan máta. Á fyrstu myndinni í meðfylgjandi myndasafni má sjá hvernig Karl hefur skilgreint vaxtalag kvenna á fimm mismunandi vegu. Lífið 22.9.2010 07:51
Opnun á Bíó Paradís Bíó Paradís var opnað með pompi og prakt fyrr í kvöld. Þar mættu fjölmargir gestir spenntir að sjá nýja kvikmyndahúsið, sem og opnunarmyndina Backyard eftir Árna Sveinsson, sem var afar vel tekið. Lífið 15.9.2010 22:19
Hollywoodkynslóðin hittist Meðfylgjandi myndir voru teknar á skemmtistaðnum Broadway um helgina þegar Hollywoodkynslóðin svokallaða rifjaði upp skemmtilega tíma. Ljósmyndarinn Thorgeir.com náði að fanga gleðina sem ríkti á meðal gesta staðarins. Lífið 14.9.2010 10:52
Troðfullt á súlukeppni Meðfylgjandi myndir voru teknar á Íslandmeistaramótinu í Súluformi sem fram fór Re-Play Sportbar um helgina. „Keppnin gekk afskaplega vel. Stelpurnar sýndu atriðin sín sem voru ekkert smá flott. Húsið var troðið og mögnuð stemming," svaraði Inga Dungal framkvæmdastjóri keppninnar spurð hvernig til tókst. Sólveig Steinunn Pálsdóttir sigraði en hana sjá hér (youtube) og Eva Rut Hjaltadóttir landaði öðru sætinu eins og sjá má hér (youtube). Myndirnar tók Sveinbi ljósmyndari hjá Súperman.is. Lífið 13.9.2010 09:42
Íslendingur vinnur náið með Angelinu Jón Björvinsson starfar sem kvikmyndatökumaður og ljósmyndari um allan heim meðal annars á vegum Flóttamannastofnunarinnar. Hann starfar náið með leikkonunni Angelinu Jolie eins og sjá má Innlent 11.9.2010 07:08
Fastur gestalisti á P Bar Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýjum bar sem er staðsettur þar sem Austurstræti og Pósthússtræti mætast. Barinn ber heitið P Bar og það sem vekur athygli er að aldurstakmarkið er 25 ár. Staðurinn er lítill og kósý og þar hefur undanfarnar vikur myndast eftirsóknarvert andrúmsloft," svarar Daddi diskó, sem er plötusnúður, spurður út í nýja staðinn. P Bar höfðar mjög sterkt til þeirra sem gera kröfur um góða þjónustu, þægilegt andrúmsloft og vilja gera vel við sig. Staðurinn opnar snemma og við byrjum að spila um tíu leitið skemmtilega kokteiltónlist en um miðnættið er það púkatónlistin sem ræður ríkjum og þá getur allt gerst. Þetta hefur mælst gríðarlega vel fyrir og gestir hafa lýst yfir ánægju með það að loks sé í boði staður af þessu tagi í miðbænum," segir Daddi. Útgangspunkturinn er gott partý meðal vina," bætir hann við. Við erum með fastan gestalista líkt og ég kom á á Thorvaldsen bar í denn enda leggjum við áherslu á að mæta kröfum okkar viðskiptavina um persónulega þjónustu og persónuleg samskipti. P Bar notar Facebook til að halda utan um þann hóp sem er á föstum gestalista hér. Lífið 10.9.2010 14:22
Stjörnukokkur fagnar bókaútgáfu Hrefna Rósa Sætran sjónvarpskokkur og veitingahúsaeigandi fagnaði í kvöld útgáfu bókarinnar Fiskmarkaðurinn sem bókaforlagið Salka gefur út. Bókin hefur að geyma uppáhaldsrétti Hrefnu sem hún framreiðir á veitingahúsinu hennar sem ber einmitt sama nafn og bókin. Eins og meðfylgjandi myndir sýna mætti fjöldi fólks til að fagna með Hrefnu. Lífið 9.9.2010 18:30
Brosmild í bröns Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól þegar yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson bauð gestum í hádegisverð sem hann ásamt starfsfólki sínu býður upp á alla sunnudaga. Þá má sjá Björn Leifsson og Hafdísi Jónsdóttur eigendur World Class ásamt börnum þeirra, Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, Jóhannes Ásbjörnsson fjölmiðlamann í fylgd dóttur sinnar, Siggu Lund fjölmiðlakonu ásamt félaga og Björn Braga ritstjóra Monitor. Hér má sjá yfirkokkinn sýna okkur herlegheitin. Lífið 7.9.2010 10:56
Rauðar varir áberandi Við litum við á kynningu á nýrri snyrtivörulínu, Hello Kitty, sem var að koma til landsins í gærkvöldi. Fjöldi kvenna var þar saman kominn eins og meðfylgjandi myndir sýna. Það eru mikið úrval af litum í augnsguggum, glossum, varalitum og naglalökkum og svo erum við einnig með ótrúlega flott úrval af augnblýöntum," svaraði Eva Garðarsdóttir Kristmanns hjá Artica heildsölunni þegar við spurðum hana út í Hello Kitty snyrtivörulínuna. Haustlitirnir í ár eru frekar grá-brún tóna litir, svo og dempaðir litir eins og plómu og dökk grænn. Einnig eru rauðar varir áberandi og ekki má gleyma eyeliner," sagði hún jafnframt. Eru Hello Kitty snyrtivörur fyrir bönr? Nei alls ekki, þó að markhópurinn sé 15-35 ára þá eru þarna vörur fyrir alla aldurshópa. Lífið 7.9.2010 09:56
Rosalegt stjörnupartí Stöðvar 2 Það var mikið um dýrðir í Hafnarhúsinu á föstudaginn. Þá blés Stöð 2 í kynningarlúðrana og svipti hulunni af glæsilegri haustdagskrá sinni. Lífið 6.9.2010 21:38
Vörubílstjóri sigraði fatahönnunarkeppni Jóhanna Eva Gunnarsdóttir ,sem starfar sem vörubílstjóri, sigraði Martini fatahönnunarkeppni sem haldin var í gærkvöldi á vegum Iceland Fashion Week á veitingastaðnum Spot sem hafði verið breytt í sýningarsal. „Ég sá þessa Martini-fatahönnunarkeppni auglýsta fyrir nokkru og ákvað að sækja um. Svo var haft samband við mig í byrjun vikunnar og mér boðið að taka þátt," sagði Jóhanna í viðtali við Fréttablaðið. Keppendur ásamt Jóhönnu Evu voru Kristín Rut Ómarsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Krstín Sunna Sveinsdóttir. Eins og meðfylgjandi myndir sem Thorgeir.com tók af sýningarstúlkum, keppendum og gestum í gærkvöldi var stemningin gríðarlega góð. Lífið 3.9.2010 13:47
Opið hús í Borgarleikhúsinu Eins og meðfylgjandi myndir sýna var gríðarlega góð stemning í Borgarleikhúsinu í gær en þar var opið hús fyrir gesti og gangandi. Boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá og starfsfólk Borgarleikhússins bakaði á staðnum fyrir alla sem vildu dýrindis vöfflur sem bornar voru fram með sultu og rjóma. Lífið 30.8.2010 09:42
Þetta fá Emmy stjörnurnar sent frá Íslandi Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi Gyðju Collections, er ein af útvöldum sem boðið var að vera með sérstaka gjafapakka handa stjörnum Emmy-verðlaunanna í ár. Eins og fram kom í Fréttablðinu varð Sigrún Lilja hissa en ánægð þegar henni bauðst að taka þátt og segir þetta merki um það að Gyðja Collection sé að vekja athygli vestan hafs. Um er að ræða gríðarlega góða kynningu fyrir merki Sigrúnar Lilju þar sem fjölmiðlar veita því mikla athygli hvaða merki eru valin hvert ár. Lífið 25.8.2010 15:56
Nína Dögg sýnir leikmynd Hamskipta Hin rómaða sýning Vesturports á Hamskiptunum snýr nú aftur í Þjóðleikhúsið, en einungis verða örfáar sýningar á verkinu nú. Hamskiptin var frumsýnd í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London fyrir tveimur árum og hlaut þá tilnefningu til Evening Standard verðlaunanna. Í kjölfarið var sýningin endurfrumsýnd í nýrri íslenskri gerð hér Þjóðleikhúsinu. Hætta þurfti sýningum fyrir fullu húsi, og í lok leikárs hlutu Hamskiptin Grímuverðlaunin sem leiksýning ársins. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona okkur leikmynd verksins og segir okkur meðal annars frá því að sýningin hefur ferðast víða um heim og fengið frábærar viðtökur. Eftir sýningar í Þjóðleikhúsinu nú tekur við sýningartímabil í BAM leikhúsinu í New York. Lífið 24.8.2010 14:32
Stuð á Sálinni Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns spilaði á skemmtistaðnum NASA á menningarnótt í samstarfi við Beefeater. Sálarmenn kunna að halda uppi stemmingu eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Thorgeir.com tók. Lífið 23.8.2010 11:28
Bíósýning fyrir vöðvatröll „Allir kjötuðustu menn á Íslandi munu mæta á þessa sýningu. Það er ekki eitt vöðvafjall sem verður heima hjá sér á föstudaginn," sagði Egill „Þykki" Einarsson í viðtali við Fréttablaðið í vikunni sem leið. Það voru orð að sönnu eins og meðfylgjandi myndskeið sem sýnt var í Íslandi í dag í kvöld sýnir þar sem konur og menn gerðu tilraun til að lyfta 100 kílóum fyrir það eitt að fá fría miða á hasarmyndina The Expendables, sem skartar jöxlum á borð við Sylvester Stallone, Bruce Willis, Jet Li, Mickey Rourke og Jason Statham. Lífið 13.8.2010 19:46
Þetta lið kann sko að skemmta sér Stærsta Gaypride ballið hingað til var haldið á NASA á laugardaginn var. Eins og myndirnar sýna var Páll Óskar í essinu sínu eftir frábæran dag þar sem hann sló svo sannarlega í gegn syngjandi glaður í Gay Pride göngunni. Lífið 10.8.2010 09:47
Solla flytur inn gúrú - myndband Í myndskeiðinu sem við tókum í hádeginu má sjá viðtal við Sólveigu Eiríksdóttur og David Wolf sem hefur síðasta áratug sérhæft sig á sviði hráfæðis, ofurfæðis, jurta og kakóbauna sem hanns egir vera kraftaverki líkast. David mun fara náið í uppgvötanir sínar á mataræði með ofurfæði og athuganir á fæði sem eykur líkurnar á langlífi á veitingastaðnum Gló í kvöld. Lífið 23.7.2010 13:11