Skroll-Íþróttir

Fréttamynd

Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum helgarinnar

Alls voru 18 mörk skoruð í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mark Wayne Rooney sem tryggði Manchester United 2-1 sigur gegn Manchester City var án efa það fallegasta sem skorað var um helgina en öll mörkin úr öllum leikjunum er að finna á visir.is.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þurfum að vera á tánum til að halda okkur á toppnum

Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik.

Handbolti
Fréttamynd

Ég var svartsýnn í október

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var heldur niðurlútur í viðtali við Hörð Magnússon í þætti Þorsteins J. og gesta á Stöð 2 Sport í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri: Mótið er vonbrigði

Snorri Steinn Guðjónsson var mjög svekktur eftir leikinn í kvöld en sagði samt að liðið ætlaði sér að koma til baka eftir þetta mót.

Handbolti
Fréttamynd

Vignir: Getum gert miklu betur

Línumaðurinn Vignir Svavarsson kom sterkur inn í íslenska liðið eftir að Ingimundur Ingimundarson meiddist. Hann stóð vel fyrir sínu í kvöld en það dugði ekki til.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir: Andinn hefur skánað

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson segir að íslenska landsliðið sé næstum búið að leggja vonbrigðin í milliriðlinum til hliðar og ætli sér sigur í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander er klár í slaginn og Guðmundur svarar gagnrýni Dags

„Við ætlum að sjálfsögu að gefa allt í leikinn gegn Króatíu,“ segir Alexander Petersson í viðtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann Stöðvar 2 en Íslendingar leika um 5. sætið á HM gegn Króatíu og hefst leikurinn kl. 19.30 á föstudaginn. Alexander segir að hann hafi fengið góða hvíld undanfarnar tvö daga.

Handbolti
Fréttamynd

Sunnudagsmessan: "Ekki fara til Englands"

„Það hafa margir strákar 18 ára og yngri farið til England og enginn þeirra hefur náð að leika svo mikið sem einn úrvalsdeildarleik,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 þar sem hann og Guðmundur Benediktsson veltu upp þeirri spurningu hvort ungir íslenskir fótboltamenn ættu yfir höfuð að fara til enskra liða. Alls voru 18 nöfn á þessum lista hjá þeim Guðmundi og Hjörvari.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bestu tilþrifin úr leik Íslands og Frakklands - úr HM þætti Þorsteins J.

Ísland tapaði gegn heims - Evrópu og Ólympíumeistaraliði Frakklands í lokaleiknum i milliriðli 1 á HM í handbolta í gærkvöld 34-28. Næsti leikur er á föstudag gegn Króatíu um fimmta sætið en besti árangur Íslands á HM er fimmta sætið í Japan árið 1997. Í HM þætti þætti Þorsteins J. á Stöð 2 sport var þessi klippa sýnd úr leiknum og tónlistarkryddið kemur frá Írlandi.

Handbolti
Fréttamynd

Oddur: Var svolítið stressaður

Akureyringurinn efnilegi Oddur Gretarsson lék sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Hann byrjaði HM-ferilinn ekki á neinum smá leik gegn heims, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Við vildum meira

Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði.

Handbolti
Fréttamynd

Varnartilþrif hjá Guðmundi þjálfara og nýtt lag frá Bubba

Íslendingar töpuðu gegn Spánverjum í milliriðli 1 á HM í handbolta og slakur fyrri hálfleikur varð Íslendingum að falli í 32-34 tapi. Íslenska liðið sýndi gamla takta í síðari hálfleik og Guðmundur Guðmundsson þjálfari liðsins sýndi gamla varnartakta á hliðarlínunni þar sem spænskur leikmaður hljóp á þjálfarann.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland - Spánn, myndasyrpa

Íslendingar náðu sér ekki á strik gegn Spánverjum í dag á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð í kvöld í 32-24 tapleik. Það er ljóst að Ísland leikur ekki til verðlauna á mótinu en framhaldið ræðst á morgun eftir leikinn gegn Frökkum. Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins og visir.is er í Svíþjóð og hér má sjá brot af þeim myndum sem hann tók í kvöld.

Handbolti