Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Þakklát fyrir að vera leikkona

Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur Kristjánsdóttir leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi:

Lífið
Fréttamynd

Íslendingar fá ekki nóg af Glæstum vonum

„Þessir þættir eru einfaldlega of vinsælir hérna til að hætta sýningum á þeim,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs Stöðvar 2, um sápuóperuna Bold and the Beautiful.

Lífið
Fréttamynd

Urðu fyrir þrýstingi stjórnmálamanna

Stjórnmálamenn reyndu ítrekað að hafa áhrif á fréttaflutning fréttastofu Stöðvar 2 á fyrstu árum stöðvarinnar. Ráðherrar beittu sér fyrir því að einstakir fréttamenn yrðu reknir fyrir óþægilegan fréttaflutning. 

Innlent
Fréttamynd

Múmínálfarnir dansa við lag Bjarkar

Myndin um Múmínálfana er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Múminálfarnir er teiknimynd sem byggir á frægum sögum eftir Tove Jansson. Teiknimyndirnar og sögurnar um Múmínsnáðann, Míu, Snúð og Snorkstelpuna hafa notið mikilla vinsælda hjá íslensku smáfólki.

Tónlist
Fréttamynd

Varúð! Heiladauði

The Spy Next Door er asnalegasta, leiðinlegasta og tilgangslausasta Jackie Chan-mynd sem maður hefur séð, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ragnar vill geta mjólkað sig

Á þriðjudagskvöldið hefst nokkuð merkileg tilraun í sænska sjónvarpinu. Þá mun hinn tuttugu og sex ára gamli Ragnar Bengtsson setja brjóstapumpu á geirvörturnar á sér í þeirri von að geta framleitt brjóstamjólk.

Erlent
Fréttamynd

Hamingjuleit í fjármálaheiminum

Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ástríði í sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður. Tökur hefjast í lok mánaðarins og Silja Hauksdóttur leikstýrir. Þetta verða tólf framhaldsþættir sem Stöð 2 sýnir, líklega skömmu eftir áramót.

Lífið
Fréttamynd

Ilmur Kristjáns á uppleið í fjármálageiranum

Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttur ásamt handritsmógúlnum Sigurjóni Kjartanssyni sitja nú sveitt við skriftir fyrir nýja gamanþáttaröð með dramatísku spennu-ívafi sem sýnd verður á Stöð 2 á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

Transformers - þrjár stjörnur

Aðdáendur Transformers hafa beðið spenntir eftir því að sjá hvaða höndum Hollywood myndi fara um þessar ágætu teiknimynda- og leikfangahetjur níunda áratugarins. Vitað var að það yrði erfitt fyrir tölvubrellukarlana að endurskapa geimveruvélmennin á trúverðugan hátt fyrir hvíta tjaldið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Regnskogahasar

Það er heldur betur sláttur á Mel Gibson í Apocalypto sem á ýmislegt sameiginlegt með fyrri leikstjórnarverkefnum hans, Braveheart og The Passion of the Christ. Helsti snertiflöturinn er grafískt ofbeldið sem hann veltir sér upp úr af miklum áhuga og list.

Gagnrýni
Fréttamynd

Köld slóð - Tvær stjörnur

Í Kaldri slóð segir frá blaðamanninum Baldri sem vinnur á hinu refjalausa Síðdegisblaði. Þegar fréttir berast af dauða öryggisvarðar í virkjun úti á landi trúir móðir Baldurs honum fyrir því að hinn látni er faðir hans. Þrátt fyrir sviplegan dauðdaga öryggisvarðarins sér lögreglan ekki ástæðu til að aðhafast frekar og Baldur ákveður því að rannsaka málið upp á eigin spýtur og ræður sig í vinnu í virkjuninni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Guðbergur og Slavek sigursælir

Heimildamyndin <em>Rithöfundur með myndavél</em> eftir Helgu Brekkan og <em>Slavek the Shit</em>, stuttmynd Gríms Hákonarsonar, hlutu verðlaun sem bestu myndirnar á Heimilda- og stuttmyndahátíðinni í Reykjavík, Reykjavík Shorts & Docs, sem lauk í gær.

Menning
Fréttamynd

Hildur Vala Idol-stjarna Íslands

Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin IDOL stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind.

Lífið
Fréttamynd

Hrafninn í sjóræningjaútgáfu

Kvikmyndin Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson gengur nú frítt manna á milli á vefsvæðinu PirateBay.org. Á vefsvæðinu er hægt að nálgast svokallaðar sjóræningjaútgáfur, eða ólöglegar útgáfur, af hinum ýmsu kvikmyndum, þar á meðal Korpen flyger eða Hrafninn flýgur.

Menning
Fréttamynd

Daðrað í rauntíma

Það er best að segja það strax að þeir sem vilja skotbardaga, bílaeltingarleiki og tæknibrellur í bíó er ekki ráðlagt að sjá Before Sunset, nema þá að viðkomandi séu reiðubúnir að leggja allar sínar væntingar sem þeir hafa haft til kvikmynda til hliðar, og opna hug sinn fyrir allt öðruvísi kvikmyndalist en þeirri sem hæfir best poppi og kóki. Það er ólíklegt að slíkt gerist í stórum stíl. Ég var einn í bíó.

Gagnrýni
Fréttamynd

Með sínu lagi

The Shape of Things Leikstjóri: Neil LaBute Aðalhlutverk: Rachel Weisz, Paul Rudd Einar Árnason

Gagnrýni
Fréttamynd

"Viljugir sem og óviljugir"

Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hreyfimyndasmiður hljómsveitanna

Gaukur Úlfarsson hefur leikstýrt fjölmörgum íslenskum tónlistarmyndböndum en samfara því hefur hann leikið á bassagítar fyrir hljómsveitina Quarashi. Sjálfur segist hann hafi slysast inn í kvikmyndagerð.

Menning
Fréttamynd

Í landi fáránleikans

Það er varla hægt að tala um að myndin hafi söguþráð sem slíkan og framan af spyr maður sig hvað í ósköpunum maður sé að horfa á. Það fæst enginn botn í þennan stórundarlega og vægast sagt brotakennda söguþráð. Svo segir nánast engin neitt og það litla sem persónurnar láta frá sér fara er algerlega út í hött. Eða hvað?

Gagnrýni
Fréttamynd

Magnað maður, magnað!

Þó bíósumarið sé rétt hálfnað þori ég að fullyrða að <strong>Spider-Man 2</strong> verði aðalsumarmyndin  í ár. Hún toppar allt sem á undan er gengið og það þarf eitthvað mikið að ganga á til þess að þær sumarmyndir sem enn hafa ekki skilað sér í hús skáki Spider-Man 2.

Gagnrýni