Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Apollo 10 1/2: Sögumaður af guðs náð fer til Tunglsins

Apollo 10 1/2: A Space Age Childhood, nýjasta mynd bandaríska kvikmyndahöfundarins Richards Linklaters, var frumsýnd á Netflix fyrir nokkrum dögum. Hún fjallar um 10 ára dreng sem býr í Texas í kringum þann tíma sem fyrstu mennirnir lentu á tunglinu, en samskiptmiðstöð NASA er einmitt í fylkinu og faðir hans starfar þar fyrir geimferðastofnunina. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf

Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017.

Lífið
Fréttamynd

Estelle Har­ris er látin

Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 

Lífið
Fréttamynd

Hættur í akademíunni eftir löðrunginn

Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock.

Lífið
Fréttamynd

Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður

Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu.

Lífið
Fréttamynd

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar á Óskarsverðlaununum nú í nótt. DeBose er fyrsta dökka opinberlega hinsegin konan til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik í kvikmynd.

Lífið
Fréttamynd

Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé

Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Wheel of Fortune and Fantasy: Svik og framhjáhald Japana á Stockfish

Stockfish kvikmyndahátíðin er nú hafin og kennir þar ýmissa grasa. Fyrsta sýning opnunardagsins var hin japanska Wheel of Fortune and Fantasy eftir Ryûsuke Hamaguchi. Hún inniheldur þrjár stuttmyndir sem tengjast allar á þann máta að hafa kvenpersónur í forgrunni og fjalla um ástarsambönd og einhverskonar svik. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Eitt elsta bíó landsins brátt fyrir bí

Sögu eins elsta kvikmyndahúss landsins lýkur þann 1. maí þegar Borgarbíó á Akureyri hættir starfsemi. Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæðið og fyrirhuguð er uppbygging á íbúðar- og verslunarrými á reitnum og nærliggjandi svæði. Meðal hugmynda er að rífa húsið og byggja nýtt.

Menning
Fréttamynd

Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna

Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. 

Lífið
Fréttamynd

Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar

Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands.

Lífið
Fréttamynd

„Allir þurfa á smá ást að halda núna“

„Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. 

Lífið
Fréttamynd

Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi

Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette.

Lífið
Fréttamynd

Skrifuðu undir samning um kaup á skemmu í Gufunesi

RVK Studios hafði betur í baráttu við True North um kaup á skemmu Áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg 21 sem staðið hefur ónýtt í lengri tíma. Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í Gufunesi í dag.

Viðskipti innlent