Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Yfirgefur NCIS eftir átján þáttaraðir

Leikarinn Mark Harmon hefur ákveðið að segja skilið við Leroy Jethro Gibbs, sem hann hefur leikið í rúmar átján þáttaraðir í þáttunum NCIS. Þetta tilkynnti framleiðandi þáttanna langlífu en hélt hann þó möguleikanum opnum á að Gibbs myndi stinga upp kollinum á nýjan leik seinna meir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond

Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kampakát Kim kom á óvart í SNL

Kim Kardashian West þykir hafa staðið sig merkilega vel í Saturday Night Live um helgina. Hún var fengin til að stýra þættinum og gerði hún meðal annars stólpagrín að sjálfri sér og fjölskyldu sinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bein út­sending: RIFF spjall um kvik­mynda­gerð

Í dag sýnum við frá bransadögum RIFF í beinni útsendingu frá 16.00 – 17.30 hér á Vísi. Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en fara fram í Norræna húsinu og standa til 9. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leynilögga lofuð í London: „Besta hasar-gamanmynd ársins“

“Þessir dómar eru hreint út sagt ótrúlegir og hópurinn gæti ekki verið glaðari. Ég viðurkenni að ég var aðeins stressuð fyrir þessa sýningu, hvort að Bretarnir myndu ná húmornum, en þær áhyggjur voru greinilega óþarfar,” segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi myndarinnar Leynilöggu. 

Lífið
Fréttamynd

Bretar í á­falli eftir inn­slag úr heimildaþáttum um Ísland

Við­brögð við fyrsta þætti bresku sjón­varps­stjörnunnar Alexanders Armstrong í nýrri heimilda­þátta­seríu hans um Ís­land hafa ekki látið á sér standa. Þar heim­sækir Alexander helstu túr­ista­staði landsins en það er Reður­safnið sem vekur helst at­hygli breskra á­horf­enda.

Lífið
Fréttamynd

Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðast fyrir loðboltana að stíga fram

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þar fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífstíll og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða

Lífið
Fréttamynd

Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar

Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum.

Erlent
Fréttamynd

Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim

Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag.

Erlent
Fréttamynd

Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina

Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Lífið
Fréttamynd

Skandinavísk spenna

Í dag bættist við spennandi sænsk þáttaröð á Stöð 2+ sem heitir Dröm. Þættirnir fjalla um unga stúlku sem býr yfir þeim eiginleika að dreyma fyrir framtíð sinni.

Lífið samstarf