Sund

Fréttamynd

Strákarnir settu nýtt Íslandsmet í Katar

Karlasveit Íslands í sundi setti í morgun nýtt Íslandsmet í 4 x 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Doha höfuðborg Katar.

Sport
Fréttamynd

Tíu fara til Katar í desember

Átta íslenskir sundmenn, fimm menn og þrjár konur, eru búnir að ná lágmarki inn á HM í 25 metra laug sem að þessu sinni fer fram í Doha, höfuðborg Katar.

Sport
Fréttamynd

Jón Margeir setti fjögur Íslandsmet um helgina

Jón Margeir Sverrisson, gulldrengurinn frá Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, var í stuði á Íslandsmóti Sundsambands Íslands í 25 metra laug sem fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Ég kom sjálfri mér alveg rosalega á óvart

Sunddrottningin Eygló Ósk Gústafsdóttir var óumdeild stjarna Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Eygló vann níu gull og setti sex Íslandsmet. Eitt þeirra hefði komið henni á pall á HM í Istanbúl fyrir tveimur árum

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk blómstrar hjá "nýja“ félaginu

Eygló Ósk Gústafsdóttir, nífaldur Íslandsmeistari í sundi frá helginni, keppti fyrir "nýtt“ félag um helgina. Hún kemur úr Sundfélaginu Ægi, en nú hefur Reykjavíkurfélögunum öllum verið skellt saman undir nafni ÍBR.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk setti sjö Íslandsmet um helgina

Eygló Ósk Gústafsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug en hún setti alls sjö Íslandsmet á keppnisdögunum þremur þar af sex þeirra í einstaklingsgreinum.

Sport
Fréttamynd

Eygló fer á kostum

Eygló Ósk Gústafsdóttir sló í dag sitt þriðja og fjórða Íslandsmet á Íslandsmótinu í sundi, en Eygló Ósk hefur leikið á alls oddi á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Kvennalandsliðið í körfubolta fékk hæsta styrkinn

Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna.

Sport
Fréttamynd

Thelma búin að setja 40 Íslandsmet á árinu

Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona úr ÍFR, bætti tveimur Íslandsmetum í safnið hjá sér þegar hún vann tvær greinar á fyrri keppnisdegi Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Sport
Fréttamynd

ÍRB og SH bikarmeistarar

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar varð í kvöld bikarmeistari kvenna og SH varð á sama tíma bikarmeistari karla á Bikarmóti SSÍ, en mótið fór fram í Laugardal.

Sport
Fréttamynd

Flott byrjun hjá Anítu og Thelmu

Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, slógu báðar Íslandsmet á haustmóti Ármanns sem fór fram um helgina.

Sport