Forsetakosningar 2012
Skýrar línur
Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi birtist landsmönnum í gamalkunnugum, pólitískum árásarham í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann gagnrýndi þar einkum og sér í lagi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðanda sinn býsna harkalega. Hann talar harðar um mótframbjóðendurna en þeir hafa talað um hann.
Jóhanna segir samskipti við forsetann í samræmi við hefðir
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi, í samskiptum sínum við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, í einu og öllu fylgt stjórnarskrá og mótuðum stjórnskipunarhefðum. Það sé því óhjákvæmilegt að vísa á bug öllum ásökunum um að annað hafi átt við í samskiptum ríkisstjórnarinnar eða forystumanna hennar og núverandi forseta.
Ari Trausti hefur lokið undirskriftasöfnun
Ari Trausti Guðmundsson lauk í gær undirskriftarsöfnun vegna meðmæla með framboði sínu til embættis forseta Íslands. Það var gert í ferð til Mið-Norðurlands nú um helgina. Með síðustu undirskriftanna voru þær sem fengust á stuttum en skemmtilegum fundi að kvöldi föstudagsins síðasta í Grímsey. Flogið var til eyjarinnar á lítilli og nýuppgerðri tveggja hreyfla Piper Apache-vél og skundað í félagsheimilið þar sem heitt kaffi beið á könnu og hressir Grímseyingar tóku á móti gestunum.
Ólafur gagnrýnir skoðanir Þóru í utanríkismálum
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðenda sinn harðlega þegar hann ræddi komandi forsetakosningar í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun. Hann gagnrýndi meðal annars Þóru fyrir það að ætla að halda afstöðu sinni í Evrópusambandsmálum leyndri. Þá sagði hann að Þóra teldi að forsetinn ætti að fylgja stefnu ríkisstjórnar.
Barátta Ólafs forseta fyrir endurkjöri er hafin
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur að forsetinn eigi ekki einungis að vera veislustjóri á Bessastöðum. Samkvæmt stjórnarskránni sé forsetaembættinu falið mikið vald.
Herdís heimsækir Akureyri
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi verður á Akureyri um helgina, þar sem hún mun kynna sig fyrir kjósendum. Hún mun meðal annars heimsækja dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð og verða viðstödd Fjölskylduhátíð í Laufási. Herdís er á ferð um landið þessa dagana en hún fór meðal annars til Vestmannaeyja í fyrradag. Þar heilsaði hún upp á fólk í fyrirtækjum og mætti á völlinn í leik ÍBV og Breiðabliks á Hásteinsvelli, eftir því sem Eyjafréttir greindu frá.
Hvers vegna Þóra?
Það eru forsetakosningar í nánd sem hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Vorið er komið og margir mjög frambærilegir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. En hvers vegna eru þeir að bjóða sig fram á móti sitjandi forseta sem hefur átt farsælt starf? Getur verið að þjóðin vilji breytingar? Getur verið að þegar sitjandi forseti er kominn á eftirlaunaaldur sé kominn tími á breytingar? Getur líka verið að sú yfirlýsing forseta, að e.t.v. muni hann vilja losna undan embættinu eftir tvö ár, sé ástæða þess að ekki sé svo eftirsóknarvert að kjósa hann? Eða viljum við nýjar kosningar aftur þá og ætlum svo að kvarta yfir því hvað það sé dýrt að halda kosningar? Þessar spurningar leita á mig og urðu kveikja þess að ég sting niður penna.
Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera í hættu
"Lýðræðið er í hættu,“ skrifar Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi á heimasíðu sinni og bætir við að þeir einu sem geta komið lýðræðinu til bjargar séu almennir borgarar.
Forsetakosningar: Rödd frá Bretlandi
Ég er ánægður með að geta minnt lesendur Fréttablaðsins á að ég hef þekkt Ara Trausta Guðmundsson um langan aldur. Þekkt hann sem góðan vin og sérfræðing um mörg, flókin sérsvið vísindanna þar sem mig hefur vantað ráðgjöf þegar skipulagðar eru ferðir breskra ferðamanna og námshópa til Íslands og þær raungerðar.
Langyngsti makinn
Fari svo að Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, nái kjöri til embættis forseta Íslands má telja víst að Hrafn Malmquist, maður hennar, muni fylgja henni á Bessastaði.
Frasinn "leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“
Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls.
Hyggst vera með 193 þúsund krónur á mánuði sem forseti
Andrea J. Ólafsdóttir tilkynnti formlega um framboð sitt til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi í Norræna húsinu klukkan rúmlega fjögur í dag.
Andrea hyggur á forsetaframboð
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir mun greina frá ákvörðun sinni og áformum um framboð til embættis forseta íslenska lýðveldisins á blaðamannafundi í Norræna húsinu klukkan korter yfir fjögur á morgun. Andrea er fædd 2. ágúst 1972 á Húsavík. Andrea er þriggja barna móðir sem býr ásamt manni sínum, Hrafni H. Malmquist, í Skerjafirðinum.
Hannes forsetaframbjóðandi: Vonbrigði hversu fáir mæta á fundi
Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi segir það vonbrigði hversu fáir mæta á framboðsfundi sem hann heldur nú víða um land. Enginn mætti á fund Hannesar á Eskifirði í gær nema blaðamaður Austurgluggans, ekki einu sinni Hannes sjálfur.
Helmingur vill Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta
Um 49% landsmanna ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur í komandi forsetakosningum. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með um 35% fylgi. Ari Trausti Guðmundsson er með 11,5% fylgi á meðan aðrir eru með um eða undir 3%.
Ástþór með nýja vefsíðu og Facebook flugmiðaleik
"Nú er hægt að safna vildarpúnktum og komast frítt til útlanda með því að heimsækja Íslenska vefsíðu,“ segir í tilkynningu frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda. Þar segir að um sé að ræða nýjung í markaðssetningu á netinu sem sé að ryðja sér til rúms erlendis.
Tvær forsíður á Nýju lífi í tilefni afmælis
Tímaritið Nýtt líf fagnar því um þessar mundir að þrjátíu og fimm ár eru liðin frá útkomu fyrsta tölublaðsins. Af því tilefni hefur verið ákveðið að hafa tvær forsíður á blaðinu sem kemur út á morgun, þótt innihaldið sé það sama í báðum útgáfunum. Á annarri forsíðunni er Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi ásamt fjölskyldu sinni en á hinni er Gulla Jónsdóttir arkítekt.
"Niðurstöðurnar koma ekki á óvart"
Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, segir að niðurstöður skoðanakönnunarinnar sem Vísir stóð fyrir um helgina komi honum ekki á óvart.
Þóra og Ari þakklát fyrir stuðninginn
"Ég er afskaplega þakklát," sagði Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi en hún nýtur mest stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í skoðanakönnun Vísis um helgina.
Þóra með átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar
Þóra Arnórsdóttir nýtur mests stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í könnun Vísis á fylgi þeirra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Könnunin stóð frá föstudegi og fram á mánudag og var þáttakan gríðarlega góð.
Embættið okkar
Þegar við veljum forseta erum við að velja okkur. Þannig hafa þessar kosningar þróast í áranna rás og stjórnmálamennirnir, embættismennirnir, menntamennirnir og fjölmiðlamennirnir og aðrir sjálfskipaðir sálnahirðar ráða ekki neitt við neitt en neyðast til að elta hjarðirnar. Við erum að velja spegilmynd okkar. Við veljum einhvern sem við þekkjum okkur í og alla þá viðkunnanlegu eiginleika sem við teljum okkur búa yfir.
Almannatengill: Þóra gæti verið búin að toppa of snemma
Jón Hákon Magnússon almannatengill segir að Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og forsetaframbjóðandi, gæti verið búin að toppa of snemma. Í könnun Fréttablaðsins í dag mælist hún með jafn mikið fylgi og Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti.
Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát
"Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld.
Ólafur Ragnar og Þóra með afgerandi forskot
Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru.
Ólafur og Þóra hnífjöfn
Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað.
Forsetaframboð. Börn. Ólétt.
Ég stóð í anddyri kvikmyndahúss og keypti mér miða á heitustu myndina í bænum, Hungurleikana, þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna. "Hvernig ætlar hún að fara að þessu með tvö börn og annað á leiðinni?“ Það þurfti ekki að spyrja að því um hvern var rætt.
Þóra Arnórs: Margir lenda í því að slást eftir ball
Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás.
Kristín ætlar ekki í forsetaframboð
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar.
Bara Ástþór og Þóra búin að safna nógu
Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir.
Ætla fjölmiðlar að velja forsetann?
Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna.