Fimleikar

Fréttamynd

Smit greindist í bandaríska fimleikaliðinu

Bandarísk fimleikakona, sem er í hópi þeirra sem keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó, greindist með COVID-19 við sýnatöku í Japan í dag. Þónokkur smit hafa greinst á meðal íþróttafólks sem fer á leikana á síðustu dögum.

Sport
Fréttamynd

Sjáðu stórkostlegt stökk Helga Laxdal á Stjörnudegi

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Fimleikahúsi Akraness í dag. Lið Stjörnunnar sigraði mótið með yfirburðum bæði í kvenna- og karlaflokki, urðu bæði lið Íslandsmeistarar á öllum áhöldum. Helgi Laxdal stal samt fyrirsögnunum með ótrúlegu stökki sínu.

Sport
Fréttamynd

Breyttu vélaverkstæði í fimleikahús

Íþróttafélagið Gerpla hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt í gær og í tilefni af hálfrar aldrar afmæli félagsins var sett saman fróðlegt myndband um sögu fimleikafélagsins.

Sport
Fréttamynd

Gæti haldið á­fram eftir Ólympíu­leikana í sumar

Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, hefur nú gefið út að hún gæti haldið áfram þegar Ólympíuleikunum í Tókýó lýkur í sumar. Áður hafði Biles, sem er aðeins 24 ára gömul, gefið út að hún myndi líklega hætta eftir leikana í Japan.

Sport
Fréttamynd

Notar höndina sem brotnaði mun meira

Valgarð Reinhardsson leysti vel úr tvöföldu beinbroti í vinstri hendi, sem þó kom á afar slæmum tímapunkti. Þessi fremsti fimleikamaður landsins notar í dag höndina sem brotnaði meira en þá hægri.

Sport
Fréttamynd

Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar

Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum.

Erlent