Mið-Austurlönd

Fréttamynd

Sýrlenski herinn sækir frá Palmyra

Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, auk flughers Rússa, sækir nú að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki frá borginni Palmyra sem Sýrlandsher hertók á sunnudag. Áður höfðu sveitir Íslamska ríkisins farið með völdin í borginni mánuðum saman og brotið þar niður fornminjar og hof.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri árásir voru í bígerð

Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel.

Erlent
Fréttamynd

Aukin löggæsla ekki eina svarið

"Ég er í áfalli yfir þessu. Þetta er nálægt mér og minni fjölskyldu. Við bjuggum þarna í nokkur ár og þekkjum vel þessa staði sem ráðist var á,“ segir Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. "Við eigum þarna vini og hugur okkar er hjá þeim og þeim sem eiga um sárt að binda.“

Erlent