Árásin er studd af loftárásum Rússa.
Samkvæmt heimildum AFP fréttaveitunnar eru bardagar harðir en herinn hefur náð hinum fræga dal grafhýsanna. Palmyra og svæði í kring voru einhverjar elstu og umfangsmestu rústir Mið-Austurlanda. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa þó sprengt upp forn hof og myrtu þeir umsjónarmann rústanna opinberlega.
Sjá einnig: Gervihnattamyndir staðfesta eyðileggingu Belhofsins í Palmyra
Þá hafa þeir notað fornt hringleikahús í rústunum til að framkvæma fjöldaaftökur á föngum.