Dómsmál

Fréttamynd

Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti

Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum.

Innlent
Fréttamynd

„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“

Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur.

Innlent
Fréttamynd

Þol­endur of­beldis gerðir að skot­marki í dóm­sal

Fyrirlitning, mismunun og þöggun gegn þolendum kynbundins ofbeldis lifir góðu lífi í íslensku samfélagi. Fjallað hefur verið um þennan rótgróna vanda okkar fámennu þjóðar í erlendum fjölmiðlum, sem hafa sýnt vaxandi áhuga á feminískri baráttu á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi“

Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl, segir lífið í fangelsi ágætt. Hann segist hafa flúið úr héraðsdómi þegar hann sá að lögreglumennirnir hafi ekki veitt honum næga athygli og hann hafi vitað að hann næði að flýja. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli

Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Frænka situr uppi með kostnaðinn eftir deilur um faðerni

Kona nokkur hefur verið dæmd til að greiða ekkju bróður síns og syni hans málskostnað og kærumálskostnað vegna faðernismáls sem hún höfðaði eftir að bróðir hennar féll óvænt frá. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN

Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlu­flug­menn fá að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum.

Innlent