Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 13:08 Eyþór og Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri þegar hún tók við lyklavöldum lögreglunnar fyrir norðan. Lögregluembættið Norðurlandi eystra Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig. Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig.
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30
Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28