Bólusetningar

Fréttamynd

Ný bólu­efni gegn delta eru okkar helsta von

Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis, segir ó­víst hvort og þá hve­nær hægt verði að líta kórónu­veiruna sömu augum og venju­lega inflúensu­veiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið.

Innlent
Fréttamynd

Staðan í Banda­­­ríkjunum varpar nýju ljósi á delta-af­brigðið

Banda­ríkja­menn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Ís­lendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í of­væni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 

Erlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Sex á sjúkrahúsi

Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús í dag, til viðbótar við þrjá sem voru þar fyrir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir engan vera á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að veiran smitist inn á sjúkra­hús og hjúkrunar­heimili

Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi.

Innlent
Fréttamynd

Þegar vísindin hlusta ekki á vísindin

Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari.

Skoðun
Fréttamynd

Óbólusettur lagður inn á Landspítala

Óbólusettur sjúklingur með Covid-19 verður lagður inn á Landspítala í dag. Runólfur Pálsson yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni

Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar.

Innlent
Fréttamynd

Twitter lokar á þing­konu fyrir fals­fréttir um Co­vid

Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala

Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum.

Innlent
Fréttamynd

Tals­vert veikir í far­sóttar­húsi þrátt fyrir bólu­setningu

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu.

Innlent