Bólusetningar

Fréttamynd

Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefnið frá AstraZeneca aðeins til yngri en 55 ára í Belgíu

Eftirlitsaðilar í Belgíu hafa mælt með því að Covid-19 bóluefnið frá AstraZeneca verði aðeins gefið einstaklingum undir 55 ára, að svo stöddu. Heilbrigðisráðherrann belgíski segir að verið sé að yfirfara bólusetningaráætlun landsins, þar sem stjórnvöld höfðu reitt sig á umrætt bóluefni.

Erlent
Fréttamynd

Sputnik V með um 92 prósent virkni

Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet.

Erlent
Fréttamynd

90 ára og eldri boðið í bólu­setningu í dag

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður í dag öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru 90 ára og eldri í bólusetningu við Covid-19. Nær boðið til allra sem eru fæddir árið 1931 eða fyrr og fer bólusetningin fram á Suðurlandsbraut 34.

Innlent
Fréttamynd

Telur Pfizer svara í vikunni

Sóttvarnarlæknir vonar að lyfjafyrirtækið Pfizer svari í vikunni hvort það sé tilbúið að taka þátt í rannsókn sem felur í sér að stór hluti landsmanna yrði bólusettur. Fyrirtækið hafi tekið mjög jákvætt í tillögur þess efnis. Hann skilar nýjum sóttvarnartillögum á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Downs-fé­lagið kallar eftir að­gerðum heil­brigðis­ráð­herra í ljósi ógn­vekjandi töl­fræði

Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði.

Innlent
Fréttamynd

ESB hættir við um­deilda á­kvörðun um bólu­efnis­út­flutning

Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni

Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Fólk á tíræðisaldri boðað í bólusetningu

Þriðjudaginn 2. febrúar mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu 90 ára og eldri, þ.e. fæddir 1931 eða fyrr, COVID-19 bólusetningu á Suðurlandsbraut 34. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn

Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel.

Erlent