Bólusetningar

Fréttamynd

Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta

Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Telur heilkennið ekki endilega ástæðu til að bólusetja öll börn

Ekkert barn hefur greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum hefur fjölgað erlendis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en barnalæknir segir það þó ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa.

Innlent
Fréttamynd

Bylting ef bólu­efnið lukkast vel: „Þetta er al­gjör­lega ný nálgun“

Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu.

Innlent
Fréttamynd

Börnum verður ekki boðin bólusetning

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning.

Innlent
Fréttamynd

Fimm fámennir hópar í forgangi í bólusetningu

Tíu hópar eru í forgangi þegar kemur að bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir því að börn fædd eftir árið 2006 verði bólusett. Af forgangshópunum tíu eru fimm fámennir hópar sem innihalda um tuttugu þúsund einstaklinga í framlínu í baráttu við sjúkdóminn.

Innlent
Fréttamynd

Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag

Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings.

Erlent
Fréttamynd

Himinlifandi með niðurstöður tilrauna

Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri Moderna segir enn mikið verk fyrir höndum

Nýtt bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna sem var kynnt í gær er sagt veita 95 prósenta vörn, geymast vel án þess að þurfa að vera í frosti og veita sérstaklega mikla viðspyrnu gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Með nál á bólakaf í handlegg

Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því.

Skoðun