Eldgos og jarðhræringar Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. Innlent 19.2.2024 14:56 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. Innlent 19.2.2024 12:27 „Katrín sagðist ætla að grípa okkur“ Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og kennari, segir síðustu mánuði hafa verið ótrúlega rússibanareið. Framtíð Grindvíkinga sé enn óráðin en að það sé nú komið fram frumvarp um húsnæðisstuðning sem þurfi þinglega meðferð en muni vonandi leysa úr einhverri óvissu. Innlent 19.2.2024 08:50 „Við höfum fullan hug á því að fara inn“ „Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. Innlent 18.2.2024 23:28 Úlfar segir af eða á í þessari viku Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning úr Grindavík vegna hættumats rennur úr gildi á miðnætti. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fær því vald á til að segja af eða á um aðgang að bænum í þessari viku, eða gera breytingar á fyrirkomulaginu. Innlent 18.2.2024 21:35 Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. Innlent 18.2.2024 12:31 Skjálftahrinan gæti bent til komandi neðansjávargoss Eldgosafræðingur telur líkur á því að skjálftahrina við Eldey gæti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum. Gjósi neðansjávar yrði það sprengigos. Innlent 17.2.2024 20:00 Vill taka þrjátíu milljarða lán vegna jarðhræringa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Innlent 17.2.2024 16:09 Orkuinnviðum á Suðurnesjum ógnað Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Skoðun 17.2.2024 09:01 Skjálfti í Bárðarbungu og áfram landris við Svartsengi Jarðskjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 21:43 í gærkvöldi. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu og tiltekur náttúrúvársérfræðingur að skjálftar að þessari stærð eigi sér stað í Bárðarbungu öðru hverju. Bárðarbungukerfið er lengsta eldstöðvakerfi landsins og annað virkasta. Innlent 17.2.2024 07:19 „Það þarf að hleypa okkur líka heim“ Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir það skjóta skökku við að Bláa lónið fái að taka á móti gestum meðan íbúar og fyrirtæki í Grindavík fái takmarkað aðgengi að heimabæ sínum. Innlent 16.2.2024 20:30 Færeyingar söfnuðu tíu milljónum fyrir Grindvíkinga Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi. Af þeim 45 milljónum sem söfnuðust komu tíu þeirra frá Færeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Innlent 16.2.2024 14:54 Ferðasaga úr Svartsengi Í gær var tilkynnt að heimilt væri aftur að fara í Svartsengi. Hafði vegurinn verið lokaður umferð í töluverðan tíma vegna eldsumbrotanna á svæðinu. Íbúar í Grindavík höfðu áður óskað eftir að nota þessa leið inn í bæinn en það var ekki talið öruggt þar sem vegurinn var illa sprunginn og þoldi ekki mikla umferð. En nú þurfti Bláa lónið að nota veginn og lenskan í þessum málum er að ef Bláa lónið vill gera eitthvað þá verður það sjálfkrafa hættuminna. Skoðun 16.2.2024 14:31 Skjálftahrina norðvestur af Eldey Þónokkrir skjálftar hafa mælst norðvestur af Eldey síðustu daga í kjölfar eldgossins sem hófst þann 8. febrúar síðastliðinn. Stærsti skjálftinn mældist 2,4 að stærð. Innlent 16.2.2024 14:09 Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. Innlent 16.2.2024 11:30 Bláa lónið opnar á morgun Bláa lónið opnar aftur á morgun. Opnunin mun ná til allra rekstrareininga lónsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins. Viðskipti innlent 15.2.2024 18:29 Sundlaugar Suðurnesja geta opnað á ný Hitaveitan í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum hefur náð jafnvægi. Sundlaugar geta því opnað á ný eftir að hafa verið lokaðar allt frá því að hitaveitulögn fór í sundur vegna hraunflæðis fyrir viku síðan. Innlent 15.2.2024 14:35 Búast við svipaðri kvikusöfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars. Innlent 15.2.2024 14:16 Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. Innlent 15.2.2024 13:08 Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. Innlent 14.2.2024 23:00 Ræða kaup á húsum Grindvíkinga á morgun Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík liggur fyrir. Það verður tekið fyrir á þingfundi á morgun og er eina málið sem er á dagskrá þann daginn. Fundurinn hefst klukkan 13:30. Innlent 14.2.2024 21:10 Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. Innlent 14.2.2024 18:52 Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. Viðskipti innlent 14.2.2024 17:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. Innlent 14.2.2024 13:26 Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. Viðskipti innlent 14.2.2024 12:40 „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á“ Loka hefur þurft fyrir heita vatnið á ný í nokkrum hverfum á Suðurnesjum vegna bilanna í dreifikerfinu. Forstjóri HS veitna segir viðgerðir ganga vel. Stórnotendur á Suðurnesjum eru beðnir um að spara vatn og ekki verður hægt að fara í sund á næstu dögum. Innlent 14.2.2024 12:06 Bláa lónið áfram lokað Bláa lónið verður áfram haldið lokuðu, í það minnsta út daginn í dag. Seinni partinn verður staðan síðan endurmetin á ný. Viðskipti innlent 14.2.2024 11:59 „Þetta er allt á hreyfingu“ Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki. Innlent 13.2.2024 23:12 Fékk flogakast vegna streitu og álags Ung hjón úr Grindavík segja erfitt að taka ákvörðun um að selja ríkinu glænýtt hús sitt í bænum. Það sé útilokað að finna sambærilega eign í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir verðið sem þau fá fyrir húsið. Þau segja að álagið undanfarna mánuði hafi tekið mikinn toll af þeim og vonast til að geta snúið einhvern tíma aftur heim. Innlent 13.2.2024 20:00 Katrín segir farsælast að orkufyrirtæki séu í almannaeign Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur farsælast að allir orkuinnviðir séu í almanna eigu. Hún gaf Alþingi munnlega skýrslu um áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum í dag. Innlent 13.2.2024 19:20 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 131 ›
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. Innlent 19.2.2024 14:56
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. Innlent 19.2.2024 12:27
„Katrín sagðist ætla að grípa okkur“ Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og kennari, segir síðustu mánuði hafa verið ótrúlega rússibanareið. Framtíð Grindvíkinga sé enn óráðin en að það sé nú komið fram frumvarp um húsnæðisstuðning sem þurfi þinglega meðferð en muni vonandi leysa úr einhverri óvissu. Innlent 19.2.2024 08:50
„Við höfum fullan hug á því að fara inn“ „Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. Innlent 18.2.2024 23:28
Úlfar segir af eða á í þessari viku Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning úr Grindavík vegna hættumats rennur úr gildi á miðnætti. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fær því vald á til að segja af eða á um aðgang að bænum í þessari viku, eða gera breytingar á fyrirkomulaginu. Innlent 18.2.2024 21:35
Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. Innlent 18.2.2024 12:31
Skjálftahrinan gæti bent til komandi neðansjávargoss Eldgosafræðingur telur líkur á því að skjálftahrina við Eldey gæti verið fyrirboði eldgoss á næstu mánuðum. Gjósi neðansjávar yrði það sprengigos. Innlent 17.2.2024 20:00
Vill taka þrjátíu milljarða lán vegna jarðhræringa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Innlent 17.2.2024 16:09
Orkuinnviðum á Suðurnesjum ógnað Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Skoðun 17.2.2024 09:01
Skjálfti í Bárðarbungu og áfram landris við Svartsengi Jarðskjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 21:43 í gærkvöldi. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu og tiltekur náttúrúvársérfræðingur að skjálftar að þessari stærð eigi sér stað í Bárðarbungu öðru hverju. Bárðarbungukerfið er lengsta eldstöðvakerfi landsins og annað virkasta. Innlent 17.2.2024 07:19
„Það þarf að hleypa okkur líka heim“ Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir það skjóta skökku við að Bláa lónið fái að taka á móti gestum meðan íbúar og fyrirtæki í Grindavík fái takmarkað aðgengi að heimabæ sínum. Innlent 16.2.2024 20:30
Færeyingar söfnuðu tíu milljónum fyrir Grindvíkinga Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi. Af þeim 45 milljónum sem söfnuðust komu tíu þeirra frá Færeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Innlent 16.2.2024 14:54
Ferðasaga úr Svartsengi Í gær var tilkynnt að heimilt væri aftur að fara í Svartsengi. Hafði vegurinn verið lokaður umferð í töluverðan tíma vegna eldsumbrotanna á svæðinu. Íbúar í Grindavík höfðu áður óskað eftir að nota þessa leið inn í bæinn en það var ekki talið öruggt þar sem vegurinn var illa sprunginn og þoldi ekki mikla umferð. En nú þurfti Bláa lónið að nota veginn og lenskan í þessum málum er að ef Bláa lónið vill gera eitthvað þá verður það sjálfkrafa hættuminna. Skoðun 16.2.2024 14:31
Skjálftahrina norðvestur af Eldey Þónokkrir skjálftar hafa mælst norðvestur af Eldey síðustu daga í kjölfar eldgossins sem hófst þann 8. febrúar síðastliðinn. Stærsti skjálftinn mældist 2,4 að stærð. Innlent 16.2.2024 14:09
Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. Innlent 16.2.2024 11:30
Bláa lónið opnar á morgun Bláa lónið opnar aftur á morgun. Opnunin mun ná til allra rekstrareininga lónsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins. Viðskipti innlent 15.2.2024 18:29
Sundlaugar Suðurnesja geta opnað á ný Hitaveitan í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum hefur náð jafnvægi. Sundlaugar geta því opnað á ný eftir að hafa verið lokaðar allt frá því að hitaveitulögn fór í sundur vegna hraunflæðis fyrir viku síðan. Innlent 15.2.2024 14:35
Búast við svipaðri kvikusöfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars. Innlent 15.2.2024 14:16
Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. Innlent 15.2.2024 13:08
Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. Innlent 14.2.2024 23:00
Ræða kaup á húsum Grindvíkinga á morgun Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík liggur fyrir. Það verður tekið fyrir á þingfundi á morgun og er eina málið sem er á dagskrá þann daginn. Fundurinn hefst klukkan 13:30. Innlent 14.2.2024 21:10
Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. Innlent 14.2.2024 18:52
Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. Viðskipti innlent 14.2.2024 17:52
Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. Innlent 14.2.2024 13:26
Fyrirtækin komin að þolmörkum og mikilvægt að opna bæinn Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. Viðskipti innlent 14.2.2024 12:40
„Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á“ Loka hefur þurft fyrir heita vatnið á ný í nokkrum hverfum á Suðurnesjum vegna bilanna í dreifikerfinu. Forstjóri HS veitna segir viðgerðir ganga vel. Stórnotendur á Suðurnesjum eru beðnir um að spara vatn og ekki verður hægt að fara í sund á næstu dögum. Innlent 14.2.2024 12:06
Bláa lónið áfram lokað Bláa lónið verður áfram haldið lokuðu, í það minnsta út daginn í dag. Seinni partinn verður staðan síðan endurmetin á ný. Viðskipti innlent 14.2.2024 11:59
„Þetta er allt á hreyfingu“ Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki. Innlent 13.2.2024 23:12
Fékk flogakast vegna streitu og álags Ung hjón úr Grindavík segja erfitt að taka ákvörðun um að selja ríkinu glænýtt hús sitt í bænum. Það sé útilokað að finna sambærilega eign í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir verðið sem þau fá fyrir húsið. Þau segja að álagið undanfarna mánuði hafi tekið mikinn toll af þeim og vonast til að geta snúið einhvern tíma aftur heim. Innlent 13.2.2024 20:00
Katrín segir farsælast að orkufyrirtæki séu í almannaeign Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur farsælast að allir orkuinnviðir séu í almanna eigu. Hún gaf Alþingi munnlega skýrslu um áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum í dag. Innlent 13.2.2024 19:20