Aðrar íþróttir

Fréttamynd

Snorri í 39. sæti í Lahti

Snorri Einarsson, skíðagöngumaður, hafnaði í 39. sæti á heimsmeistaramótinu í 30 kílómetra skiptigöngu í Lahti í Finnlandi en þetta var í fyrsta skiptið sem hann keppti fyrir hönd Íslands.

Sport
Fréttamynd

Engin krútt inn á vellinum

Hjólaskautaat er ein af nýjustu íþróttunum í íslenskri íþróttaflóru en liðið Ragnarök fær góða heimsókn frá Þýskalandi um helgina og mætir Karlsruhe RocKArollers. Það er samt ekkert krúttlegt við stelpurnar í Ragnarökum sem eru alveg tilbúnar að láta finna vel fyrir sér.

Sport
Fréttamynd

Vildi alltaf keppa fyrir Ísland

Snorri Einarsson er fæddur og uppalinn í Noregi en keppir nú fyrir íslenska landsliðið í skíðagöngu. Hann verður í eldlínunni á HM í Lahti á morgun og stefnir hátt. "Ég var rosalega ánægður þegar ég fékk símtalið frá Skíðasambandinu.”

Sport
Fréttamynd

Lyfta Þuríðar Erlu er alheimsfrétt | Myndband

Hjalti Úrsús Árnason, einn okkar helsti sérfræðingur í aflraunum, segir að lyfta Þuríðar Erlu Helgadóttur á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum hafi vakið heimsathygli og afrekið sé í raun ótrúlegt.

Sport
Fréttamynd

Með Ólympíuleika í föðurlandinu í sigtinu

Sveinbjörn Jun Iura hefur sett sér það markmið að keppa á Ólympíuleikunum í Japan árið 2020, föðurlandi sínu. Sveinbjörn freistaði þess að komast á leikana í Ríó og segist nú reynslunni ríkari. Hann vann brons á sterku móti um helgina.

Sport
Fréttamynd

Sara: Mig langaði aldrei að verða svona "mössuð“

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva.

Sport