Strákurinn fær annað stefnumót með tennisstjörnunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 12:15 John Goehrke og Eugenie Bouchard náðu vel saman. Mynd/Twitter-síða Eugenie Bouchard Eugenie Bouchard er fræg tennisstjarna og það vakti mikla athygli þegar hún stóð sig sitt og fór á stefnumót með strák sem hafði veðjað við hana á Twitter. Þetta er orðið framhaldsaga því stefnumótið gekk það vel að Eugenie Bouchard hefur samþykkt að fara aftur út með hinum tvítuga John Goehrke. Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti og nú mögulegu sambandi. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. John Goehrke og Eugenie Bouchard fóru meðal annars saman á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og stefnumótið gekk mjög vel. Bandarískir fjölmiðlar fylgjast vel með. „Þetta var frábært. Hann er venjulegur,“ sagði Eugenie Bouchard við TMZ. „Ég skipulagði stefnumótið. Hann sótti mig á hótelið eins og herramaður. Hann færði mér fallega gjöf og við fórum saman á leikinn. Ég er heppin því hann er venjulegur,“ sagði Bouchard við blaðamanna TMZ en verður annað stefnumót? „Já örugglega,“ svaraði hin 22 ára gamla Eugenie Bouchard. Hún er í 47. sæti á heimslistanum og komst í úrslitaleik Wimbledon-mótsins 2014 en það var hennar besta ár til þessa. Það lítur út fyrir að það sem byrjaði sem veðmál á Twitter geti endað í alvöru sambandi. Hlutirnir eru heldur betur að ganga upp hjá hinum tvítuga John Goehrke. Hann var líka sáttur. „Þetta gekk mjög vel. Besta stefnumótið mitt á ævinni,“ sagði John Goehrke. Hér fyrir neðan má sjá þau skötuhjú eftir fyrsta stefnumótið þeirra en birti þessa mynd inn á Twitter-síðu sinni. Last night... pic.twitter.com/Vu3DYgYSBh— Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017 Aðrar íþróttir Íþróttir Tennis Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Handbolti Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Eugenie Bouchard er fræg tennisstjarna og það vakti mikla athygli þegar hún stóð sig sitt og fór á stefnumót með strák sem hafði veðjað við hana á Twitter. Þetta er orðið framhaldsaga því stefnumótið gekk það vel að Eugenie Bouchard hefur samþykkt að fara aftur út með hinum tvítuga John Goehrke. Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti og nú mögulegu sambandi. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. John Goehrke og Eugenie Bouchard fóru meðal annars saman á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og stefnumótið gekk mjög vel. Bandarískir fjölmiðlar fylgjast vel með. „Þetta var frábært. Hann er venjulegur,“ sagði Eugenie Bouchard við TMZ. „Ég skipulagði stefnumótið. Hann sótti mig á hótelið eins og herramaður. Hann færði mér fallega gjöf og við fórum saman á leikinn. Ég er heppin því hann er venjulegur,“ sagði Bouchard við blaðamanna TMZ en verður annað stefnumót? „Já örugglega,“ svaraði hin 22 ára gamla Eugenie Bouchard. Hún er í 47. sæti á heimslistanum og komst í úrslitaleik Wimbledon-mótsins 2014 en það var hennar besta ár til þessa. Það lítur út fyrir að það sem byrjaði sem veðmál á Twitter geti endað í alvöru sambandi. Hlutirnir eru heldur betur að ganga upp hjá hinum tvítuga John Goehrke. Hann var líka sáttur. „Þetta gekk mjög vel. Besta stefnumótið mitt á ævinni,“ sagði John Goehrke. Hér fyrir neðan má sjá þau skötuhjú eftir fyrsta stefnumótið þeirra en birti þessa mynd inn á Twitter-síðu sinni. Last night... pic.twitter.com/Vu3DYgYSBh— Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017
Aðrar íþróttir Íþróttir Tennis Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Handbolti Fleiri fréttir Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira