Með Ólympíuleika í föðurlandinu í sigtinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 06:00 Sveinbjörn ætlar sér að gera atlögu að því að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020. vísir/anton „Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
„Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti