Ísland í dag

Fréttamynd

Ný tækni fyrir þunnt hár og skalla

Hárgreiðslukonan Sigríður Margrét Einarsdóttir fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og eftir að hafa við það misst allt hárið hefur hún ekki fengið aftur sitt þykka og fallega hár. Hún fór því að finna lausnir fyrir þá sem verða fyrir hármissi.

Lífið
Fréttamynd

Brennur fyrir því að öll börn út­skrifist með bros á vör

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrr í mánuðinum kosin formaður KSÍ fyrst kvenna. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, hefur verið að kenna uppi í háskóla og er sérsvið hennar einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Vöndu til þess að kynnast henni betur og fékk hann meðal annars að heyra um áhuga hennar á uppvakningum.

Lífið
Fréttamynd

Segir galið að banna fólki að borða banana

Guðmundur Emil Jóhannsson er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. Hann hafnaði á dögunum í þriðja sæti í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims Arnold Classic.

Lífið
Fréttamynd

Erfiðast fyrir loðboltana að stíga fram

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þar fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífstíll og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða

Lífið
Fréttamynd

Hélt að hún væri að deyja þegar hún missti allt hárið

Allt í einu byrjaði hún að fá skallablett og svo fór allt hárið á örskömmum tíma. „Ég hélt ég væri að deyja úr einhverjum hræðilegum sjúkdómi. Sem betur fer var það ekki svo en það breytti því þó ekki að mér leið hræðilega með að missa fallega hárið mitt,“ segir Vilborg Friðriksdóttir sem segir sögu sína í Íslandi í dag.

Lífið
Fréttamynd

Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls

Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum aldrei jafna okkur á þessum missi“

Eyrún Rós Þorsteinsdóttir og Einar Ármann Sigurjónsson misstu dóttur sína Emmu Rós úr hjartagalla á síðasta ári. „Við komumst ekki að því að ég væri ófrísk fyrr en á 27. viku meðgöngu, sem var sjokk,“ segir Eyrún.

Lífið
Fréttamynd

Settu grill ofan í matarborðið á pallinum

Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast.

Lífið
Fréttamynd

Frikki Dór syngur brot úr nýju óútgefnu lagi

Hlið við hlið, söngleikur byggður á lögum Friðriks Dórs Jónssonar er kominn svið í Gamla bíói og er þegar byrjaður að gera allt tryllt. Ísland í dag kíkti á æfingu hjá hópnum og hitti meðal annars leikstjórann, leikhópinn og Frikka Dór sjálfan.

Lífið