Telur lögreglu skaðabótaskylda vegna skýrslu um Búsáhaldabyltinguna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. október 2014 20:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skaðabótaskyld vegna meðferðar sinnar á viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga í tengslum við skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þá þarf ríkissaksóknari að skoða hvort ástæða sé til ákæra þá aðila sem bera ábyrgð á skýrslunni. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um mótmælendur og lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni. Þar koma fram upplýsingar líkt og nöfn, kennitölur, heimilisföng og í sumum tilvikum stjórnmálaskoðanir einstaklinga sem tóku þátt í mótmælunum. Lögreglan hefur sagt að um mistök sé að ræða og þessar upplýsingar hafi ekki átt að koma fram í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. En hefur lögreglan heimild til þess að taka saman upplýsingar með þessum hætti? „Að sjálfsögðu hefur lögreglan enga heimild til að búa til svona gagnagrunn um menn eins og þarna er gert. Enda hefur lögreglan ekki fengið leyfi persónuverndar til þess að búa til svona gagnagrunn. Það eru auðvitað stóru mistökin að leyfa það, og auðvitað átti lögreglustjórinn að brenna þessa skýrslu þegar að hann sá hana,“ segir Ragnar. Hann segir að skýrslan sé full af rangfærslum. Þá sé hún sjálfhælin og aldrei vikið að því sem lögreglan hefði mátt gera betur. „Þannig að skýrsla þessi hefur enga þýðingu, annað en að vera löglaust plagg sem að vegur að æru manna og er í andstöðu við lög um persónuvernd,“ segir Ragnar. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar sem nafngreindir eru í skýrslunni, hafi hug á að leita réttar síns vegna málsins og koma til með að fara fram á skaðabætur frá lögreglunni. Ragnar telur ljóst að lögreglan hafi brotið gegn þessum einstaklingum, fyrst með því að safna upplýsingunum og síðan með dreifingunni. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að ríkissaksóknari teldi sér skylt að hefjast handa um að rannsaka þetta mál, ekki síst dreifingu skýrslunnar með nöfnum. Í framhaldi af því að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra einhverja þá sem bera ábyrgð á skýrslunni,“ segir Ragnar.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira