Þrenna Mbappé sökkti Valla­dolid

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mbappé er kominn í gírinn.
Mbappé er kominn í gírinn. Denis Doyle/Getty Images)

Þrenna Mbappé sökkti Valladolid

Kylian Mbappé stóð við loforð sitt og skoraði öll þrjú mörk Spánarmeistara Real Madríd þegar liðið lagði Valladolid 3-0 í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Mbappé, sem var nokkuð lengi að koma sér inn í hlutina í Madríd, sagði í viðtali nýverið að hann væri búinn að finna sitt gamla form og nú mættu mótherjar Real fara að vara sig. Hann stóð við stóðu orðin.

Mbappé hóf leik í fremstu línu og kom Real yfir með skoti úr teignum þegar hálftími var liðinn. Jude Bellingham, annar maður sem hefur átt erfitt uppdráttar framan af móti, með stoðsendinguna.

Það var svo þegar tæplega klukkustund var liðin sem Rodrygo lagði boltann á Mbappé sem gat ekki annað en tvöfaldað forystu gestanna. Hann fullkomnaði svo þrennuna með vítaspyrnu undir lok leiks.

Lokatölur 3-0 Real Madrídí vil og Mbappé nú kominn með 15 mörk í 19 leikjum í La Liga, þar af fimm í síðustu tveimur leikjum sínum.

Eftir sigurinn er Real með 49 stig að loknum 21 leik, fjórum meira en nágrannar sínir í Atlético sem eru í 2. sæti. Barcelona er svo í 3. sæti með 39 stig og leik til góða á efstu tvö liðin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira