Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2024 21:00 Halldór Garðar Hermansson kom inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Wendell Green, sem var látinn fara frá félaginu fyrr í vikunni. Halldór endaði stigahæstur í liðinu með 20 stig. vísir/Anton ÍR tók á móti Keflavík og tapaði með tólf stigum. Lokatölur 79-91. Eftir jafna byrjun tók Keflavík forystuna undir lok fyrsta leikhluta og lét hana aldrei af hendi. ÍR gerði heiðarlega tilraun til að jafna leikinn undir lokin en var haldið í skefjum. Þetta var annar sigur Keflavíkur í röð eftir þrjá tapleiki í röð þar á undan, þeirra þriðji sigur á tímabilinu í heild sinni. ÍR hefur ekki enn unnið leik eftir sex umferðir. Uppgjörið og viðtöl væntanleg síðar í kvöld. Bónus-deild karla ÍR Keflavík ÍF
ÍR tók á móti Keflavík og tapaði með tólf stigum. Lokatölur 79-91. Eftir jafna byrjun tók Keflavík forystuna undir lok fyrsta leikhluta og lét hana aldrei af hendi. ÍR gerði heiðarlega tilraun til að jafna leikinn undir lokin en var haldið í skefjum. Þetta var annar sigur Keflavíkur í röð eftir þrjá tapleiki í röð þar á undan, þeirra þriðji sigur á tímabilinu í heild sinni. ÍR hefur ekki enn unnið leik eftir sex umferðir. Uppgjörið og viðtöl væntanleg síðar í kvöld.
Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum