Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. janúar 2025 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði öll sín tólf stig fyrir utan þriggja stiga línuna. Gaf líka tíu stoðsendingar. Álftanes vann KR 111-100 í viðureign liðanna í Kaldalónshöllinni í fimmtándu umferð Bónus deildar karla. Álftanes hafði ekki unnið heimaleik í rúma tvo mánuði og tapað sex af síðustu sjö leikjum fyrir þennan. Tveimur stigum munar nú milli liðanna, KR ofar með fjórtán stig. Fjörugur fyrsti leikhluti Leikurinn hófst með miklu fjöri og litlum varnarleik, hjá báðum liðum. Mikið skorað og margir sem komu stigum á töfluna, flestir nokkuð auðveldlega. Álftanes var með sex stiga forystu, 36-30, eftir fyrsta leikhluta sem útskýrðist aðallega af því að heimamenn tóku, og hittu, úr fleiri þriggja stiga skotum en gestirnir. Eftir að hafa fengið enn einn þristinn í andlitið í upphafi annars leikhluta ákváðu KR-ingar að leggja áherslu á varnarleikinn og skömmu síðar höfðu þeir unnið upp átta stiga forskot og jafnað leikinn 43-43. Kjartan Atli, þjálfari Álftaness, bað þá um leikhlé og skipaði sínum mönnum að gera slíkt hið sama, spila almennilega vörn. Hægðist á fyrir hálfleik Eftir það og fram að hálfleik hægðist töluvert á leiknum, liðin skiptust á því að taka forystuna en báðum reyndist erfitt að setja stig á töfluna. Staðan 54-52 fyrir Álftanesi þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn héldu sömu ákefð í varnarleiknum þegar þeir stigu aftur út á gólf og fengu aðeins sextán stig á sig í þriðja leikhluta. Opnu skotin og auðveldu keyrslurnar að körfunni sem KR fékk í fyrri hálfleik voru nánast úr sögunni. Á hinum endanum spiluðu heimamenn fínan sóknarleik, settu nokkra stemnings þrista en fóru líka mikið á vítalínuna og nýttu skotin þar vel. Staðan 81-68 eftir þriðja leikhluta og Álftanes búið að koma sér í fína stöðu fyrir lokakaflann. Fagmannlega gengið frá sigri KR byrjaði fjórða leikhlutann á fínu áhlaupi og minnkaði muninn niður í sjö stig áður en Álftanes tók leikhlé og þétti raðirnar aftur. Eftir það tókst heimamönnum aftur, en alls ekki áreynslulaust, að taka afgerandi forystu. Þeir gengu síðan afar fagmannlega frá leiknum og sigldu sigrinum nokkuð hættulaust heim, án þess að KR kæmist nálægt því að stela honum allavega. Síðustu mínútuna fengu svo varamenn að spreyta sig, sonur Guðna Th., Duncan Tindur, fékk að spila sinn fyrsta leik. Hann var reyndar í rangri treyju en liðsstjórinn var fljótur að finna út úr því og koma honum í gagnið. Lokatölur urðu 111-100. Stjörnur og skúrkar Hörður Axel og Haukur Helgi öflugir að vana. Fór mikið fyrir Justin James. Skoraði 29 stig á fínni nýtingu og ógnaði úr ýmsum áttum. Viktor Máni skilaði flottu framlagi af bekknum. KR-ingar fengu afskaplega lítið frá sínum varamönnum. Þórir Þorbjarnarson tók mikið til sín í sóknarleiknum en hitti illa úr þriggja stiga skotum. Ekki eins illa og Vlatko Granic samt. Jason Gigliotti var í byrjunarliði KR en spilaði aðeins um fjórtán mínútur og skilaði litlu. Stemning og umgjörð Álftanes hafði ekki unnið heimaleik síðan 14. nóvember og það sást á mætingunni. Fáir sem létu sjá sig. En þeir sem gerðu það létu vel í sér heyra, og enn meira eftir því sem sigurinn færðist nær. Frábær stemning í húsinu í kvöld. Það hjálpaði líka hvað leikmenn Álftanes voru mikið að njóta sín inni á vellinum. Hörður Axel funheitur fyrir utan og Haukar Helgi reif sig upp í rosalega troðslu, eitthvað sem hefur ekki sést lengi. Það ætlaði síðan allt um koll að keyra þegar hinn ungi og efnilegi heimamaður Duncan Tindur kom inn á undir lokin. Gaman að sjá. Dómarar Sigmundur Már, Davíð Kristján og Bjarni Hlíðkvist mynduðu þríeyki kvöldsins. Héldu bara vel utan um hlutina, álíka mikið flautað í báðar áttir og engar ákvarðanir sem sitja sérstaklega illa í manni eftir á. Bónus-deild karla UMF Álftanes KR
Álftanes vann KR 111-100 í viðureign liðanna í Kaldalónshöllinni í fimmtándu umferð Bónus deildar karla. Álftanes hafði ekki unnið heimaleik í rúma tvo mánuði og tapað sex af síðustu sjö leikjum fyrir þennan. Tveimur stigum munar nú milli liðanna, KR ofar með fjórtán stig. Fjörugur fyrsti leikhluti Leikurinn hófst með miklu fjöri og litlum varnarleik, hjá báðum liðum. Mikið skorað og margir sem komu stigum á töfluna, flestir nokkuð auðveldlega. Álftanes var með sex stiga forystu, 36-30, eftir fyrsta leikhluta sem útskýrðist aðallega af því að heimamenn tóku, og hittu, úr fleiri þriggja stiga skotum en gestirnir. Eftir að hafa fengið enn einn þristinn í andlitið í upphafi annars leikhluta ákváðu KR-ingar að leggja áherslu á varnarleikinn og skömmu síðar höfðu þeir unnið upp átta stiga forskot og jafnað leikinn 43-43. Kjartan Atli, þjálfari Álftaness, bað þá um leikhlé og skipaði sínum mönnum að gera slíkt hið sama, spila almennilega vörn. Hægðist á fyrir hálfleik Eftir það og fram að hálfleik hægðist töluvert á leiknum, liðin skiptust á því að taka forystuna en báðum reyndist erfitt að setja stig á töfluna. Staðan 54-52 fyrir Álftanesi þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn héldu sömu ákefð í varnarleiknum þegar þeir stigu aftur út á gólf og fengu aðeins sextán stig á sig í þriðja leikhluta. Opnu skotin og auðveldu keyrslurnar að körfunni sem KR fékk í fyrri hálfleik voru nánast úr sögunni. Á hinum endanum spiluðu heimamenn fínan sóknarleik, settu nokkra stemnings þrista en fóru líka mikið á vítalínuna og nýttu skotin þar vel. Staðan 81-68 eftir þriðja leikhluta og Álftanes búið að koma sér í fína stöðu fyrir lokakaflann. Fagmannlega gengið frá sigri KR byrjaði fjórða leikhlutann á fínu áhlaupi og minnkaði muninn niður í sjö stig áður en Álftanes tók leikhlé og þétti raðirnar aftur. Eftir það tókst heimamönnum aftur, en alls ekki áreynslulaust, að taka afgerandi forystu. Þeir gengu síðan afar fagmannlega frá leiknum og sigldu sigrinum nokkuð hættulaust heim, án þess að KR kæmist nálægt því að stela honum allavega. Síðustu mínútuna fengu svo varamenn að spreyta sig, sonur Guðna Th., Duncan Tindur, fékk að spila sinn fyrsta leik. Hann var reyndar í rangri treyju en liðsstjórinn var fljótur að finna út úr því og koma honum í gagnið. Lokatölur urðu 111-100. Stjörnur og skúrkar Hörður Axel og Haukur Helgi öflugir að vana. Fór mikið fyrir Justin James. Skoraði 29 stig á fínni nýtingu og ógnaði úr ýmsum áttum. Viktor Máni skilaði flottu framlagi af bekknum. KR-ingar fengu afskaplega lítið frá sínum varamönnum. Þórir Þorbjarnarson tók mikið til sín í sóknarleiknum en hitti illa úr þriggja stiga skotum. Ekki eins illa og Vlatko Granic samt. Jason Gigliotti var í byrjunarliði KR en spilaði aðeins um fjórtán mínútur og skilaði litlu. Stemning og umgjörð Álftanes hafði ekki unnið heimaleik síðan 14. nóvember og það sást á mætingunni. Fáir sem létu sjá sig. En þeir sem gerðu það létu vel í sér heyra, og enn meira eftir því sem sigurinn færðist nær. Frábær stemning í húsinu í kvöld. Það hjálpaði líka hvað leikmenn Álftanes voru mikið að njóta sín inni á vellinum. Hörður Axel funheitur fyrir utan og Haukar Helgi reif sig upp í rosalega troðslu, eitthvað sem hefur ekki sést lengi. Það ætlaði síðan allt um koll að keyra þegar hinn ungi og efnilegi heimamaður Duncan Tindur kom inn á undir lokin. Gaman að sjá. Dómarar Sigmundur Már, Davíð Kristján og Bjarni Hlíðkvist mynduðu þríeyki kvöldsins. Héldu bara vel utan um hlutina, álíka mikið flautað í báðar áttir og engar ákvarðanir sem sitja sérstaklega illa í manni eftir á.